Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.05.2010, Qupperneq 43

Skinfaxi - 01.05.2010, Qupperneq 43
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 43 Ársþing Héraðssambands Vestfirðinga á Ísafirði: Jón Páll endurkjörinn formaður HSV Úr hreyfingunni LEIGJUM ÚT OG ÞJÓNUSTUM VATNSSALERNI á íþróttamót og hverskyns mannam ót Borgarflöt 15 :: 550 Sauðárkrókur Sími: 891 9181 :: Fax: 453 5778 Netfang: okgam@simnet.is NÝ PR EN T 10. ársþing HSV fór fram 28. apríl sl. í stjórn- sýsluhúsinu á Ísafirði. Mjög góð mæting var á þingið og mættu um 50 manns. Marinó Hákonarson var þingforseti og Hermann Níelsson annar þingforseti og stjórnuðu þeir þinginu mjög vel og af mikilli fagmennsku. Þingritari var Sigrún Sigvaldadóttir. Jón Páll Hreinsson var endurkjörinn for- maður HSV. Til stjórnarsetu til tveggja ára voru kosnir þeir Guðni Guðnason sem var endurkjörinn og Sturla Páll Sturluson sem kemur nýr inn í stjórn HSV. Í varastjórn voru kosin Erla Jónsdóttir, Ari Hólmsteinsson og Margrét Högnadóttir. Aðrir stjórnarmenn, kosnir 2009 til tveggja ára, eru Gylfi Gíslason og Maron Pétursson. Sigrún Sigvaldadóttir hætti í stjórn HSV eftir margra ára stjórnarsetu og voru henni færðar sérstakar þakkir fyrir góð störf og gott samstarf. Jón Páll Hreinsson, formaður HSV, flutti skýrslu stjórnar sem þetta árið var með nýju sniði og mjög viðamikil og gaf góða mynd af starfi HSV og aðildarfélaga þess. Gjaldkeri sambandsins, Maron Pétursson, lagði fram reikninga sambandsins og kom fram í máli formanns og gjaldkera að rekstur sambandsins er í járnum og er það verkefni nýrrar stjórnar að auka tekjur sambands- ins. HSV var rekið með um þrjú hundruð þúsund króna tapi á síðasta starfsári. Á þinginu störfuðu þrjár nefndir, alls- herjarnefnd, fjárhags- og stefnumótunar- nefnd og laganefnd. Sextán tillögur lágu fyrir þinginu og urðu góðar umræður í nefndum þingsins. Eyrún Harpa Hlynsdóttir, stjórnarmaður UMFÍ, ávarpaði þingið og sagði frá starfi UMFÍ. Guðjón Þorsteinsson, stjórnarmaður í Körfuknattleikssambandi Íslands, bar kveðju KKÍ til HSV og þakkaði fyrir gott samstarf. Ekki var flogið til Ísafjarðar vegna ösku- falls og komust því miður ekki aðrir gestir frá UMFÍ og ÍSÍ. Formaður HSV bar kveðju frá formanni UMFÍ. Formaður HSV veitti fjórum einstakling- um heiðursmerki HSV fyrir frábær störf í þágu íþrótta og æskulýðsstarfs í Ísafjarðar- bæ. Gullmerki fékk Harpa Björnsdóttir og silfurmerki þau Marinó Hákonarson, Mar- grét Eyjólfsdóttir og Guðni Guðnason. Efri mynd: Jón Páll Hreinsson, formaður HSV, í ræðustóli á þingi HSV á Ísafirði. Neðri mynd: Gull- og silfur- merkjahafar HSV 2010.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.