Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.05.2010, Qupperneq 47

Skinfaxi - 01.05.2010, Qupperneq 47
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 47 Úthlutað úr afreksmannasjóði UMSK Úthlutað var úr afreks- mannasjóði UMSK þann 17. maí sl. Á síðasta þingi UMSK var sam- þykkt að breyta úthlut- unarreglum sjóðsins á þann veg að aðeins er úthlutað úr sjóðnum þrisvar sinnum á ári. Í úthlutunarnefnd sitja Ásta Garðarsdóttir, Stjörnunni, Andri Sigfússon, Gróttu, Auður Þorsteinsdóttir, Gerplu, Halldór Jónsson, Breiðabliki, og Elín Reynisdóttir, Aftureld- ingu. Við þessa fyrstu úthlutun voru ellefu verkefni styrkt. Eftirfarandi verkefni fengu úthlutað: 1. Gerpla vegna Evrópumóts í áhaldafim- leikum í Englandi 2. Gerpla vegna Norðurlandamóts drengja í Finnlandi 3. Gerpla vegna Norðurlandamóts í áhalda- fimleikum fullorðinna í Finnlandi 4. Grótta vegna Norðurlandamóts í áhalda- fimleikum í Finnlandi 5. Grótta vegna Evrópumóts í áhaldafim- leikum í Englandi 6. Breiðablik, kraftlyftingadeild, vegna Evrópumóts í kraftlyftingum í Svíþjóð 7. HK blakdeild vegna EM-smáþjóða á Möltu 8. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar vegna EM-liða í Svíþjóð 9. Nesklúbburinn vegna EM-einstaklinga í Finnlandi 10. Dansíþróttafélag Kópavogs vegna HM í ballroomdönsum í Rússlandi 11. Breiðablik, karatedeild, vegna Norður- landamóts í karate í Svíþjóð Næsta úthlutun úr sjóðnum verður í byrjun september. Úr hreyfingunni Héraðsþing Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga: Rekstur sambandsins gekk vel á síðasta ári Héraðsþing Ungmenna- sambands V–Húnvetn- inga, USVH, var haldið á Hvammstanga 24. mars sl. og var vel sótt. Stjórn- in lagði fram góða skýrslu um starfið og lýstu þing- fulltrúar yfir ánægju með rekstur sambandsins. Fundarstjóri var Júlíus Guðni Antonsson. Stjórnaði hann þinginu af mikilli röggsemi og voru umræður málefnalegar og skemmtilegar. Garðar Svansson, stjórnar- maður UMFÍ, flutti kveðju Helgu Guðrúnar Guðjónsdóttur, formanns UMFÍ, og Sæmundar Runólfssonar, framkvæmda- stjóra UMFÍ. Garðar greindi frá því helsta í starfi UMFÍ og því sem framundan er. Hann sagði einnig frá Unglingalandsmóti UMFÍ sem haldið verður í Borgarnesi í sumar. Nokkrar tillögur voru lagðar fram eftir nefndastörf. Má þar nefna að samþykkt var að halda íþróttahátíð fyrir börn og unglinga í tengslum við komandi 80 ár afmæli USVH á næsta ári. Stjórn USVH gaf kost á sér til áframhald- andi setu og var hún endurkjörin með lófa- taki. Stjórnina skipa Guðmundur Haukur Sigurðsson, formaður, Pétur Þ. Baldursson, Elín Jóna Rósinberg, Magnús Freyr Jónsson og Reimar Marteinsson. „Þingið gekk ljómandi vel og það ríkti almenn ánægja með það hvað rekstur sam- bandsins gekk vel á síðasta ári. Það verður til þess að við getum aukið framlög um helming til íþróttamála beint til félaganna. Það er gaman að geta gert þetta þegar vel gengur,“ sagði Guðmundur Haukur Sigurðs- son, formaður USVH. Mynd til vinstri: Frá héraðsþingi USVH. Mynd til hægri: Guðmundur Haukur Sigurðsson, formaður USVH, í ræðustóli.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.