Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.05.2010, Page 52

Skinfaxi - 01.05.2010, Page 52
52 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Frjálsíþróttaskóli UMFÍ verður starfræktur á átta stöðum á landinu í sumar. Þetta er í þriðja sumarið í röð sem skólinn starfar. Mjög góð aðsókn var á fyrstu þremur nám- skeiðunum sem haldin voru á Laugum, Egils- stöðum og í Borgarnesi. 12.–16. júlí verður skólinn á Akureyri og þann 19. júlí hefjast námskeið á Laugarvatni, Sauðárkróki, Mos- fellsbæ og Hornafirði. Frjálsíþróttaskólinn er spennandi tæki- færi fyrir ungmenni sem vilja reyna sig í fyrsta sinn eða efla sig í frjálsum íþróttum. Áhugasamir velja þann stað sem hentar hverjum og einum og taka um leið þátt í góðum félagsskap. Auk íþróttaæfinga verða líflegar kvöld- vökur, varðeldur, gönguferðir og ýmsar óvæntar uppákomur. Nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðu UMFÍ www.umfi.is og í síma 540-2900. Það er alltaf líf og fjör í frjálsíþrótta- skóla UMFÍ. Hér má sjá hressa þátt- takendur á námskeiðunum. Á efri myndinni eru krakkar í Borgarnesi og á neðri myndinni á Egilsstöðum. FRJÁLSAR Góð aðsókn að frjálsíþróttaskóla UMFÍ Velkomin á 13. Unglingalandsmót UMFÍ í Borgarnesi 30. júlí – 1. ágúst

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.