Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.2010, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.08.2010, Blaðsíða 23
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 23 „Verkefnið var mjög hvetjandi og skemmtilegt. Ég er stærðfræðikennari, hef rosalega gaman af tölum, og að sjá þetta svona talrænt þegar maður skráir inn þátttöku sína er mjög hvetjandi fyrir mig,“ sagði Ragnheiður Sveinbjörnsdótt- ir sem er einn af þátttakendunum í verk- efninu Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga. Hún sagðist aðallega hafa gengið á fjöll á höfuðborgarsvæðinu, Úlfarsfellið, Helgafellið og Esjuna. Svo gekk hún einnig á Hafnarfjall sem hún hafði aldrei gert áður. Verkefnið hjá UMFÍ var mjög hvetjandi – Hefur þú alla jafna verið dugleg að hreyfa þig? „Já, ég hef verið það. Ég byrjaði samt ekki að hreyfa mig fyrir alvöru fyrr en eftir að ég byrjaði í framhaldsskóla. Ég hef verið að hlaupa mikið og verkefnið hjá Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir: Fólk er duglegra að hreyfa sig nú en áður UMFÍ fannst mér vera mjög hvetjandi. Ég fór t.d. í göngutúra að verða níu á kvöldin, bara til að klára þessa þrjá kíló- metra til að geta skráð því að ég ætlaði mér að ná gullinu. Það gekk allt saman eftir,” sagði Ragnheiður. Andleg vellíðan – Hvað gefur hreyfingin þér yfirleitt? „Tvímælalaust andlega vellíðan. Þegar ég er pirruð í skapinu segir eiginmaður minn að ég ætti að fara að drífa mig í göngutúr. Mér finnst vakning í gangi í þjóðfélaginu fyrir hreyfingu almennt. Mér finnst fólk allt í kringum mig vera miklu duglegra að fara í göngutúra en áður. Hreyfing í mínum huga er ekki bara að grenna sig heldur ekki síður að líða vel á líkama og sál. Ég er núna komin 27 vikur á leið og kannski þess vegna hef ég ekki hreyft mig nærri jafnmikið í sumar og hefði notað óléttuna sem afsökun ef ég hefði ekki verið að taka þátt í þessu verkefni,“ sagði Ragnheiður. Vakning á vinnustað Ragnheiður sagði að hópur af vinnu- stað hennar í Hólabrekkuskóla hefði gengið saman á Helgafell og Úlfarsfell og vakning í þessu efni hefði verið töluverð á vinnustaðnum. Ragnheiður sagði að sér hefði fundist þetta verkefni skemmtilegt og það er ætlun hennar að halda áfram að skrá og vera dugleg. „Maður heldur áfram að hreyfa sig og hugsa vel um heilsuna í framtíðinni. Maður er miklu frekar tilbúin að takast á við hlutina í lífinu, vinnuna og heimilið, með því að hreyfa sig reglulega,“ sagði Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir í samtali við Skinfaxa. Stjórn HSK hélt stjórnarfund í höfuð- stöðvum Ungmennafélags Íslands, mið- vikudaginn 15. september sl. Að sögn Engilberts Olgeirssonar, framkvæmda- stjóra HSK, er þetta í annað sinn sem héraðssambandið heldur stjórnarfund utan síns svæðis. Stjórnarfólki í HSK var sýnt hið nýja húsnæði UMFÍ og síðan var því kynnt starfsemi hreyfingarinnar. Engilbert sagði fundinn með UMFÍ hafa verið upplýsandi fyrir alla. Hann sagði í nógu að snúast um þessar mundir og næg verkefni fram undan. Nefna má að Héraðssambandið Skarphéðinn fagnar 100 ára afmæli í ár og í haust mun koma út glæsileg 500 blaðsíðna bók um sögu sambandsins. Stjórn HSK hélt stjórnarfund í höfuðstöðvum UMFÍ Hluti starfsmanna UMFÍ og stjórnarmenn HSK. Efri röð frá vinstri: Sigurður Guðmunds- son, Engilbert Olgeirsson, Alda Pálsdóttir, Sæmundur Runólfsson, Bergur Guðmunds- son, Lára B. Jónsdóttir, Helgi Kjartansson, Hansína Kristjánsdóttir. Neðri röð frá vinstri: Helga Dagný Árnadóttir, Helga Guðrún Guðjónsdóttir, Guðríður Aadnegard og Fanney Ólafsdóttir. Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir segir að hún sé miklu frekar til- búin að takast á við hlutina í lífinu, vinnuna og heimilið, með því að hreyfa sig reglulega.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.