Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1935, Blaðsíða 6

Ægir - 01.06.1935, Blaðsíða 6
120 Æ G I R Hið fyrsta próf í seg'la- og' reiða- g'erð hér á landi. I júní-hefti Ægis í fyrra var þess get- ið, að þá á næstunni yrði próf haldið hér í hæ í segla- og reiðagerð og var })á búist við, að sá er taka átti prófið, myndi gera það innan fárra daga og þess getið í útvarpi (heimild Ægisgreinin), en þessi maður hefur ekki enn gengið undir próf, heldur annar, sem fyrri varð til og virð- ist jafnvigur á allt. Eg endurtek formála þann hinn sama, sem fyrir fréttinni stóð fyrir ári síðan. Próíið er haldið í Reykjavík. Er það í fyrsta sinn, að haldið er próf í þeirri iðngrein hér á landi og virðist allein- kennilegt þegar þess er gælt, að um 80 ár hafa segl veríð saumuð hér, ekki ein- ungis á fiskiskip, heldur einnig á haf- skip, auk þess scm bátaseglin voru húin til á heimilum fiskimanna og var heim- ilisiðnaður, sem karlar og konur unnu að. Fyrir rúmum 50 árum fór maður ut- an tíl að læra seglagerð; var það Run- ólfur Ólafsson frá Mýrarhúsum. Er lreim kom kenndi hann mönnum. Nokkru síð- ar nam Agúst Elygenring seglagerð í Mandal í Norgi. Hann kenndi einnig, l)æði hér syðra og á Isafirði. Einn af nemendum A Flygenrings er Finnur Gíslason í Hafnarfirði, sem saum- að hefur segl um 40 ára skeið. Hann tók ekki próf, en mun hafa kennt mörg- um, sem heldur ekkert próf hafa. Elzlu seglgerðarmenn í Reykjavík eru þeirskip- stjórar, Ellert Schram, Jóhannes Hjart- arson, Finnur Finnsson, Jóhannes Bjarna- son, sem er hinn eini, sem próf héfur tekið í þessari iðu. Það tók hann í Dan- mörku. Fleiri mætti nefna, en hér látið nægja að geta þess, að meðan seglskipaútgerð var hér mest, lærðu llestir skipstjórarn- ir að sauma segl og stunduðu þá at- vinnu á vetrum. Seglagerð er erfið og afar vandasöm vinna, og margt var i húfi á seglskipun- um, væri frágangur ekki liinn liezli og traustasti, því ekki var annað en segl til framdráttar og svo gat staðið á, að hil- uðu þau, var skip og líf skipshafnar i veði, en enginn var meistarinn ogsveins- bréf liafa ekki sézt til þessa. Þegar okk- ur langar til að eignast frakka, förum við til skraddarameistara, sem lætur sinn útlærða svein taka mál, ef hann ekki gerir ])að sjálfur, en þurfum við að kaupa nýtt segl á skútu, þá höfum við til þessa ekki náð í meistara og enginn sveinn var til, en afgreiðsla var góð, þrátt fyrir það, engu síður en hjá skraddarameist- aranum. Segl voru vel saumuð og fóru skútuuni eins vel og frakkarnir okkur. Að hinir þekktu, íslenzku seglagerðar- menn, standi erlendum fyllilega á sporði, sanna ummæli danskra skipstjóra, sem hér voru á skipum sínum, árin 1915— 1917. Margir þeirra misstu segl, sumir siglur og reiða og fengu allt selt í lag hér þannig, að skipstjórarnir gáfu verk- inu þann vitnisburð, að ekki hefði það verið hetur unnið í útlöndum. Svo langt er nú komið, að meistarar í seglagerð eru útnefndir hér í l)æ og eru þeir þessir: Jóhannes Bjarnason, Jón Guðmundsson, Sigurð ur G u n n 1 a u gsso n. Guðjón Ólafsson kaupmaður, er for- maður félags segla- og reiðagerðarmanna i Reykjavik. Undir umsjón þeirra fer fram próf í seglagerð í framtíðinni.og er það nú í fyrsta sinn sem prófað er hér, í þeirri grein, og gefið út sveinsbréf. Kafari Ársæll Jónasson í Reykjavík,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.