Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1935, Blaðsíða 13

Ægir - 01.06.1935, Blaðsíða 13
Æ G I R 127 fullnægði ströngustu kröfum, í varðskip- ið »Pór« og að ríkisstjórnin lánaði skip- ið endurgjaldslaust til rannsóknanna. Þá var því miður sá ljóður á þessu ráði, sem engan veginn varð úr bætt, að skip- ið varð jafnframt að gegna eftirlitsstarfi og björgunarstarfsemi, ef til kæmi, við Yestmanneyjar. Þetta var mér ljóst frá byrjun, og þess vegna reyndi ég, eftir megni, að haga rannsóknunum eftir því, þess vegna var svæðið kringum Yest- manneyjar valið til byrjunartilrauna. Ahöld til rannsóknanna. Fyrst var að Þyi'ja á þvi, að kaupa útbúnað til rann- sóknanna, Yoru keyptar tvær botngreip- ar, önnur frá Danmörku, en bin frá Noregi. Botngreipar þessar eru að gerð og starfsháttum mjög líkar kolakranan- um í Reykjavik. Þær eru mjög þungar, og grafa sig á kaf í botninn, sé hann ekki því harðari. Þeim er hleypt opn- um niður, og þegar við botn nemur, gi'ípa þær yfir ákveðið svæði (0,1 og 0,2 fermetra), og lokast um það, sem undir þeim verður, undir eins og tekið er í þær, til þess að draga þær upp. Þá var keypt ensk síldarbotnvarpa, af stærstu gerð, alveg eins og þær, sem enskir tog- arar veiða með síld við Bretland. Auk þess var keypt þýzk síldarbotnvarpa, af minnstu gerð, ekki stærri en það, að bátur með ca. 20 hestaflavél getur dreg- ið hana. Yið notuðum einkum ensku botnvörpuna við rannsóknirnar, því hún hæfði skipinu vel að stærð og þunga i drætti, en þeirri litlu var lítið hægt að Deita á Þór, vegna þess að vart hefði fundist þó hún hefði tapast, hvað þá heldur ef um minni festu hefði verið að ræða. Loks var keypt smásíldarvarpa, og rækjuvarpa. Þær eru einkum ætlaðar til framtíðarrannsókna, og komu því ekki að notum í þetta skipti, nema hvað rækju- varpan var reynd einu sinni. Það verð- ur ekki annað sagt, en að allur útbún- aður hafi verið sá hezti, og ekki hægt að kenna því um, þótt útkoman yrði sú er síðar skal greint. Undirbúningsrannsóknir. Tilraununum var hagað þannig, að strax er þær byrj- uðu, um miðjan marz, var farið að rann- saka botninn, bæði til þess að reyna að finna síldaregg, og ekki síður til þess að rannsaka botnlagið, til þess að getabeitt veiðarfærunum sem íljótast og óhultast, þegar til þeirra kasta kæmi. Aðalkapp var lagt á rannsóknirnar kringum Vest- manneyjar. Þar var tekið hvert sýnis- hornið við annað, frá nokkurra metra dýpi, alla leið út fyrir 100 metra dýptar- línuna, og þannig hver röðin af sýnis- hornum fyrir austan aðra, alla leið aust- ur undir Skógarfoss, en þar vorum við komnir i ösku- og vikurlög frá Ivötlu. A flestum þeim stöðum, sem valdir voru lil rannsókna, var hiti mældur. Fyrst við yfirborðið, og því næst á 20 metra bili, alla leið til botns. Á þennan hátt fengum við mjög gott yfirlit yfir dýra- lífið á botninum, en seinna munu birt- ast nákvæmar skýrslur um þá hlið rann- sóknanna. Einkum voru þó hitamæling- arnar fróðlegar, því að þær sýndu greini- lega, hvernig heiti sjórinn leitar upp að ströndinni úr hafi, hvernig landið kælir sjóinn, og sendir vott af köldum straumi á móti heita straumnum, einkum á yfir- borðinu, einnig munu árnar einnig vera þar með í leik. Oft voru dregnir háfar í yfirborðinu, til þess að leita að fiskeggj- um, fiskseiðum, en ekki sízt rauðátu. Síldveiðatilraunirnar. Rétt fyrir mán- aðamótin marz—apríl var þessum byrj- unartilraunum lokið. Þá voru botnvörp- urnar komnar, og nú byrjuðu hinar eig- inlegu fiskveiðatilraunir. Það er nú stjrzt frá að segja, að við héldum hvíldarlaust áfram frá því siðustu dagana í marz og

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.