Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1935, Blaðsíða 17

Ægir - 01.06.1935, Blaðsíða 17
Æ G I R 131 straumsins fer að gæta fyrir alvöru, og loks e) sumargotssíldin. Þegar þess er gætt, að hér hrygnir sumargotssíld, í júlí—ágúst, og að hér hrygnir nokkuð af vorgotssíld, er þess að vænta, að hér sé talsvert at smásíld og millisíld í uppvexti. Það verður nú ekki staðhæft með fullum rökum, en mér er nær að halda, að ungsíldarmagn- ið hér við land, sé miklu minna, en bú- ast mætti við, ef hinn mikli »norð!enzki« stofn hrygndi hér við land. Ef öll sú síld, sem hér veiðist, ælist hér upp, hlytu að vera ógrynni af ungsíld, og mér frnst ekkert mæla með þvi, að hún færi huldu höfði hér, fremur en annarsstaðar. Eg vil halda því fram, að ungsildarfæðin hér, þurfi sérstakra skýringa við. Öðru vísi er þessu liáttað i Noregi. Þar er reglu- leg veiði eftir smásíld og millisíld, áhverju ári, meðfram miklum hluta hinnar löngu strandar, og þessi veiði nemur mörgum hundruðum þúsunda hektólítra. Skýring- in á þessu fæst, ef gerl er ráð fyrir, að við bæði löndin sé einn og sami stofn, sem að mestu leyti hrygni við Noreg, og alist þar upp. Einkennilegt er það, að hér við land skuli helzt veiðast millisíld (fettsíld) við Austfirði. Einnig þetta er hægt að skýra. Síldin sem elzt upp við Noreg, er veidd þar, sem smásíld og millisild (fettsíld). Þegar millisíldiu hefir náð ákveðinni stærð, leitar hún til hafs, og síðan er ekkert um hana vitað, fyr en hún kem- ui' til þess að hrygna upp að SV-strönd Noregs, nokkrum árum seinna. Hvað er nú eðlilegra en það, að eitthvað af þess- ai'i síld, geti þegar svo ber undir, slæðst yfii' til íslands, og þá helzt einmitt til Austfjarða, eða jafnvel til Norðurlands? Við sjáum að það er vel mögulegt, straumanna og fjarlægðanna vegna, að síld, sem hrygnir við Noreg, sé hér við Norðurland á sumrin, og við sjáum einn- ig, að ýmislegt það, sem hefur verið tor- skilið áður, verður skiljanlegt, ef gert er ráð fyrir þessu. Nú er að gera grein fyrir því hver orsökin getur verið. Vegna hvers getur ekki sild hér við Norður- land á sumrin, hrygnt við Suðurland á veturna, þar sem hotn er víða góður og hiti hentugur? Vegna hvers ælli hún að fara lil Noregs? Ogvegna hvers æþi síld, sem hrygnir við Noreg, endilega að þurfa að koma til íslands, til þess að fita sig á sumrin. Vegna hvers gæti hún ekki alveg eins dvalið við Lofóten og Finn- marken? Þessum spurningum skal nú reynt að svara. Tilraunirnar með straumílöskurnar segja okkur, að svifið sem er við Norð- urland á sumrin, berast að mestu leytí austur í haf, að litlu leyti suður fyrir ísland. A þessum tima árs fylgir síldin svifinu. Þess vegna er eðlilegt, að mest- ur hluti hennar fari méð straumum aust- ur í haf, og fari seinna, þegar eðlishvöt- in kallar á hana til hrygningar, upp að norsku ströndinni til þess að hrygna. A hinn hóginn er eðlilegt, að eitthvað af stofninum berist suður fyrir og hrygni þar, hvernig sem útkoma klaksins verður. Það er vafamál, hvernig klaki síldar- innar myndi vegna, við suðurströnd Is- lands. Eggin límast á hotninn, og síldin hrygnir annarsstaðar alveg uppi í land- steinum. Suðurströndin hér er opin fyr- ir brimum, viðast eru miklir sandllákar svo varla sést þöngull á mestum hluta strandarinnar. Einnig er þess að gæta, að þarna hrygnir þorskurinn á sama tíma, og er vafamál hversu heppilegt það væri fyrir síldarstofninn, ef hann væri þarna árlega að hrygningu. Ilvorttveggja er öðru vísi í Noregi. Þar er allstaðar afdrep fyrir eggin og þorskurinn hrygn- ir á alll öðrum stað, norður við Lofot-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.