Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1935, Blaðsíða 7

Ægir - 01.06.1935, Blaðsíða 7
Æ G I R 121 tók próf í segla- og reiðagerð undir um- sjón prófnefndar, sem skipuð var af lög- reglustjóra. í þeirri nefnd voru Jóhann- es skipstjóri Bjarnason, formaður próf- nefndar, Jón Guðmundsson, og Sigurð- ur Guðmundsson segla- og reiðagerðar- menn í Reykjavík. Arsæll Jónasson var látinn gera teikn- ingn af gaffalsegli og sauma el'tir henni handunnið segl, að ðllu leyti, til þess að sýna kunnáttu í iðngreininni og auk þess voru lagðar fyrir hann eftirfarandi munn- legar spurningar: Burðarþol og um efni til iðnaðarins, um yfirskurð á seglum, frágang og fyrirkomulag á reiða skipa yfirleitt. Teikningu hefur Ársæll lært hjá skip- stjóra Jóhannesi Bjarnasyni, en hann lærði seglateikningu í Kaupmannahöfn, eins og áður er getið. Með þessu próíi hefur Ársæll öðlast réttindi útlærðs segl- og reiðagerðamanns og má vinna sem sveinn í þeirri iðn, lögum samkvæmt. Einkunnin var ágætlega og prófi lauk 2. marz sl. Missir legufæra. Alltítt er það, að skip og hátar missa legufæri og hefur einkum horið á því, síðan farið var að stunda hér dragnóta- veiðar. Kringum Snæfellsnes, undan Krísuvikurbergi, út af Eldey og víðar, er akkerum varpað, þegar leitað er skjóls og af öðrum ástæðum, en á þessum stöð- l,m er hættvið, að akkeri og keðjur fest- Jst undir klettum eða hraunnyhbum, svo ógerningur verður að draga það upp og annaðhvort verður að lása sundur keðj- una, eða hún slitnar og í háðum tilfell- um verður akkeri eftir og þá nokkuð af keðju. Sjómenn kannast allir við, að það veld- ur miklum óþægindum, þegar akkeri vantar á skip, enda eru þau álítin að vera öryggistæki ein hin helztu á skipi. Þegar menn verða þess varir, að akk- eri eru föst undir klöpp, eða á grjót- botni, er reynandi að losa þau með því að snúa skipinu á ýmsa vegu og reyna þannig að sigla akkerin úr festunni og heppnast það oft á vélskipum, en oftar þó þegar baujureipi er haft á akkerinu, annaðhvort sterkur kaðall eða mjór vír og bundið um akkerishausinn. (þ. e. þar sem leggur og álmur koma suman). Sá hluti akkeris heitir á ensku »crown«. Sé það fast, tekst oft að losa það með baujureipinu, og færri legufæri mundu tapast, væri sá útbúnaður almenhur. Akkerismissi fylgja oft ýms óþægindi og örðugleikar að fá akkeri í staðinn. Hin rétta stærð er máske ekki til í verzl- unum og bæði akkeri og festi þannig, að það verði að panta frá útlöndum, en tími fer í það og á meðan eru legufæri skipsins ófullnægjandi, samkvæmt sett- um reglum, þar um. Sé skip tryggt, eru legufæri það einn- ig, en þó svo, að ]/6 ei' dreginn frá verð- mæti keðju, sem afhent er skipi fyrir þá sem tapaðist, og þann sjötta part greiðir eigandi. T. d. 15 faðmar af s/4” keðju, er að þyngd um 240 kg. á 0,74 kg, eða um 177 kr. liðurinn; verður þá hlutur eiganda, sem hann greiðir fyrir þann eina lið, kr. 29.50; slagar það hátt upp í gott baujureipi, sem komið gæti í veg fyrir þau útgjöld — og framhaldandi missi legufæra og þá um leið, frekari hlutdeild í tjónum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.