Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1935, Blaðsíða 12

Ægir - 01.06.1935, Blaðsíða 12
126 Æ G I R að minnsta kosti á þessum stöðvum: í Faxaflóa, þar sem Geir Sigurðsson skip- stjóri hóf sínar þjóðkunnu tilraunir með reknetum, á Eldeyjarbanka og Breiða- firði. Seinna fann dr. Bjarni síld þessa að hrygningu í ísafjarðardjúpi og í Reyð- arfirði eystra. Sjálfsagt hrygnir þessi síld viðar. Þegar síldveiðar byrjuðu fyrir Norð- urlandi í stórum stíl, varð það hrátt Ijóst, að sú síld, sem þar veiddist á sumr- in, var ekki nýbúin að hrygna, og þess vegna gat þar ekki verið að ræða um sumargotssíldina, sem einmitt var að hrygna annarsstaðar við landið á sama tíma. Síldin, sem veiddist fyrir norðan, hafði auðsjáanlega, að minnsta kosti mest öll, hrygnt fyrir nokkrum mánuðum. Þarna var að ræða um vorgotssildina. Það lék enginn vafi á því, að vorgots- síldin var þarna komin, til þess að leita sér ætis, til þess að fita sig eftir hrygn- inguna. En hvar hafði hún hrygnt? Hvaðan kom hún? Þessu virtust rann- sóknir Schmidts og Bjarna svara. Bjarna tókst að ná í nokkuð af síld, sem veiðst hafði fyrir sunnan landið í apríl og maí, a. m. k. sumt af þessari síld var þá að hrygna. Schmidt fann seiði síldarinnar í yfirborði sjávarins í heita sjónum hér við land í apríl 1903. Og síðan hefur fundist síld að hrygning snemma vors, fyrir sunnan land, og seiði hafa fundist i yfirborðinu hvað eftir annað. Þess vegna leit út fyrir, að við þekktum nokk- urn veginn til hlýtar lifnaðarhætti vor- gotssíldarinnar hér við land. Þótt sumargotssíldin hafi talsvert mikla þýðingu fyrir veiðiskap landsmanna, þá er það þó engum vafa bundið, að vor- gotssíldin er sá stofn, sem síldarútgerð okkar og annara hér við land hefur að langmestu leyti byggst á síðari árin. Þess vegna hefur það hina mestu þýðingu fyr- ir útveginn að kanna lifnaðarhætti henn- ar til hlýtar, að fylgja göngum hennar, og reyna að komast fyrir um það, hvort ekki sé hægt að veiða hana á öðrum stigum lífsins en nú er gert, hvort eldci sé hægt að veiða liana á öðrum stöðum við landið, eða á öðrum tíma árs, en nú, og þá meðfram í önnur veiðarfæri en þau, sem tíðkast hafa fram til þessa. Sé það nú rétt, að þessi síld hrygni fyr- ir sunnan landið, í marz og apríl, ætti að meiga veiða hana þar við botninn, eins og almennt er gert annarsstaðar, þar sem sild er að hrygna. Það er nokk- uð algild regla, að bezt er að veiða ílest- ar fisktegundir, þegar þær eru að hrygna, og nægir þar að benda á þorskaflann hér við land, því til skýringar. Tildrög síldarrannsóknaima við Snð- urland síðastliðið vor. Það var þessi hugs- un, sem skapaði hjá mér sterka löngun til þess að gera tilraun til síldveiða með síldarbotnvörpu hér fyrir sunnan land, um það bil, sem ætlað var, að vorgots- síldin væri að hrygna. Það var útlit fyr- ir, að slík tilraun myndi geta lánast, því það er vitað almennt um síldina, að hún hrygnir alltal’ á grunnu vatni, alltaf við botninn, en reyndar alltaf á hörð- um botni. A síðastliðnu hausti fór ég til Yestmanneyja, þar sem tilraunirnar áttu að byrja, til þess að kynna mér sem allra bezt, af reynzlu glöggra sjómanna, hvar heppilegast myndi að freista gæf- unnar, og komst ég þá að mörgu, sem styrkti mig i þeirri trú, að tilraunin mætti takast. Allt virtist benda til þess, að ein- hversstaðar þarna við Suðurströndina væru hrygningarstöðvar vorgotssíldarinn- ar. Var nú málið tekið upp til rækilegr- ar íhugunar. Undirstaða þeirra rann- sókna, sem nú áttu að byrja, var sú, að Alþingi veitti nægilegt fé til þeirra, og lét einnig setja hergmálsdýptarmæli, sem

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.