Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1935, Blaðsíða 25

Ægir - 01.06.1935, Blaðsíða 25
Æ G I R 139 Féll nú náttmyrkrið yfir, og þótti sýnt, að ekki yrði legið af um nóttina efveð- urhæð yrði öllu meiri, því ærinn sjór var og veðurhæð. Eigi vita menn neitt um úrræði þeirra Jóns Þorkellssonar, því að hann fórst með allri áhöfn, en skipið, sem Snarfari hét, rak á Harða- kamhi milli Ólafsvíkur og Rifs, þar sem Rauðusteinar iieila. Hin skipin tvö sigldu um kvöldið inn og suður yfir flóann og lenti Bár-Ólafur síð um nóttina í Stykk- ishólmi en Bjarneyingar komust í Elliða- ey. Líklegt þvkir, að Snarfari liafi rent undan veðrinu, hvort sem hann hefur farist við land, þar sem hann fanst, eða á rúmsjó, en víst er um það, að mikið af farangri háseta rak upp með skipinu á Harðakampi. Seglrá, er menn hugðu af þessu skipi, rak í Skáleyjum. Síðar um veturinn rak koffort í Kerlingarfirði og tóbaksbaukur eins hásetans rak í Flatey. — Yeturinn áður hafði Jón Þor- kellsson róið þessu sama skipi í hákarla- legu og var þá liætt kominn. Hreppti vestanveður og stórsjó og ætlaði að hleypa heim, en er seglið var dregið upp, hrotn- aði stýrið og skipið fyllti undir þóftur. Hásetar voru hraðhentir, hrutu hotna lir kvartélum og gátu svo þurausið skip- ið. Komust þeir í það sinn nauðulega heim. I þessari síðustu för Snarfara var val- iu skipshöfn, og bera sagnirnar, sem enn lifa, vott um það, að hér fór sem oft áður, að mönnum verður á að lmgsa um uiálsháttinn gamla: Ekki verður feigum íorðað né ófeigum í hel komið. Einn af hásetunum hét Davíð Ólafsson, fóstur- sonur Bergsveins hónda í Hergilsey, en hann var bróðir Jóns Þorkellssonar. Da- við var ekki ællað að vera með í legu þessari, en Bergsveinn hóndi kom til f lateyjar daginn áður og stóð þá svo á, að einn af þeim, sem ráðinn var í leg- una, fatlaðist frá áð fara og réðist þá Davíð i hans stað. Annar hásetinn á Snarfara hét Andrés; var hann fóstursonur Jóhönnu, ekkju Ólafs prófasts Sívertsens. Hafði hann verið á Snarfara veturinn áður, þegar þeir voru hættast komnir. Bað fóstra hans hann oft að fara ekki í þessa legu á Snarfara, og hafði hann heitið því, en hrá út af loforði sínu á síðustu stundu, sumir segja fyrir þráheiðni Jóns. Aðrar sagnir um slys þetta eru nú glataðar, en sagl er að mikið hafi verið um drauma og fyrirburði í Eyjahreppi á undan skip- tapa þessum. Var manntjón þetta hin mesta hlóðtaka fyrir Eyjahrepp og fyrnt- ist seint í hugum manna. Mannskaðinn mildi 1863. Þriðjudaginn 5. maí var almennt róið úr öllum verstöðvum undir Jökli, enum daginn rak skyndilega á ofsaveður af norðri. Fóru þá llest skipin að halda lil lands. Brátt snerist veðrið enn meira í hánorður og fylgdi því snjóhríð og stór- sjór svo, að lieita mátti ófært opnum bátum, enda undiralda mikil af vestri, er æsti sjóinn enn meira. Eru hér taldir fáir þeirra formanna, er á ferð voru til lands um líkt levti á Sandi. Úr Flatey voru þeir Sigurður hóndi Ólafsson úr Hólsbúð, orðlagður stjórnari, og Guðm. Guðmundsson, vinnumaður ekkjufrúar Jóhönnu Sivertsen, þeirrar er fyr getur, og hinn þriðji Jón, er kallaður var Hrapseyingur, fyrir skipi Brvnjólfs Benc- diktsens. Guðmundur liafði fyrstur þess- ara þriggja siglt til lands, en Jón Hrapps- eyingur síðast. Tók mörgum skipunum ekki í lendingu, og urðu að herja lil hennar, en ekki gekk nerria hjá þeim, sem rígmennt voru. Jón Hrappseyingur harði fram hjá þeim Sigurði og Guð- mundi, og síðan Sigurður fram hjá Guðm.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.