Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1935, Blaðsíða 5

Ægir - 01.06.1935, Blaðsíða 5
Æ G I R 119 heim og kom á fól verkstæði, þar sem nppfynding hans (dýptarmælirinn) var framleidd og stóð hann fyrir því verk- stæði í 17 ár og afgreiddi pantanir hinna mörgu útgerðarfélaga, sem hann hafði viðskifti við, auk fjölda annara skipa. Hann leitaðist við að selja mælana eins ódýrt og unnt var, svo sem flestir gætu eignast þá, ogaldrei bárust honum kvart- anir um ónákvæmni eða, að þeir sýndu ekki rétt dýpi og það eru góð meðmæli. í 12 ár var Sigurðsson forstöðumað- ur og kennari við stýrimanna og fiski- skipstjóraskólann i Esbjerg, en 1921 var honum lioðin forstjórastaðan við sjó- mannaháskólann (Sömandsliöjskolen) í Svendborg. Sá skóli og stýrimannaskól- inn í Esbjerg munu njóta styrks frá sjó- mannatrúboði Danmerkur, og hafa þeir eftirlaunasjóð fyrir starfsmenn sína. Arið 1933, lét Sigurðsson af starfi sínu vegna vanheilsu og er undravert, hve lengi hann gat gengl forstöðu Sjómanna- háskólans, því þar var hann allt i öllu. Hann var skólastj. og kennari, var ritari, bókfærslumaður, gjaldkeri, húsbóndi og fjárhaldsmaður. Stjórn skólans var ekki í nágrenni og gat hann því ekki náð til hennar, þegar skjót úrlausn mála var nauðsynleg, en hún vissi, að honum mátti trúa og allt fór vel úr hendi. Hann segir svo sjálfur. Forstaða háskólans var unaðsríkt starf, sem liélt mér ungum í anda, þótt árin ynnu að sliti líkamans. Æskulýðurinn, sem í kringum mig var, þau 25 ár, sem ég hef verið kennari, hef- ur fært mér gleði og gæfu. Traust það og álit, sem þessi íslenzki sjómaður hefur nolið í lífinu, er mikið. Hann hefur einu sinni leitað sér atvinnu; var það í Hamborg 1887, er liann réð- ist háseti á »Nanna«. Til annara starfa, hefur hann verið falaður, eða stöður hafa verið lionum l)oðnar, og hvarvetna hefur hann komið fram, sem hinn rétti maður á réttum stað. Hinn 30. marz sl. varð Sigurðsson 67 ára, kona hans er frá Fanö og þar kunna þau hjón bezt við sig. Hann hefur á- valt munað eftir ættjörðu sinni, þótt fá- ir þekki hann hér, en við nafn hans kannast sjófarendur Norðurlanda vel, vegna hinnar snilldarlegu uppfyndingar lians, dýptarmælisins. Hvorl honum hefði orðið nokkuð úr hæfileikum sínum hér á landi, mun mjög hæpið, en í framandi landi var lekið eftir honum, og þar gat hann nolað þá krafta og greind, sem guð hafði gefið honum, sér og öðrum til gagns og gleði og ættjörðu sinni til sóma. Jón P. Sigurðsson er fæddur 30. marz 1868, að Auðólfsstöðum í Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru Sigurður Helgason trésmíðameistari og móðir, Guðrún Jóns- dóttir, faðir hennar, síra Jón Eiríksson á Undirfelli í Vatnsdal. Fyrv. landlækn- ir Guðm. Björnson og ,1. P. Sigurðsson eru náskyldir. Það var ekki ætlunin, að hann yrði sjómaður, en 14 ára gamall, fékk hann að fara lil Ivaupmannahafnar með jakt- inni »Palma«, skipstjóri var Lemann frá Bergen; ílutti skipið vörur, fyrir kaupm. Jóhann Möller á Blönduósi og átti .1. P. Sigurðsson að koma heim með sama skipi, en svo fór, að hann varð eftir í Kaupmannahöfn og dvaldi þar eilt ár og leit svo út, að löngun til sjóferða væri horfin, en hún vaknaði á ný, hann réðist á skip og sjómannalífið býrjaði. G. júní 1935. Sveinbjörn Egilson. Leiðrétting’. í 5. tbl. Ægis, hefur vandræða villa orðið. A bls. 99, 16. línu að ofan, er afli Reykjavik- urtogaranna talinn 3A60.200 kíló, en á að vera: 8A60.200 kg. eins og sézt á yfirliti 15. maí, bls. 107.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.