Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1935, Blaðsíða 15

Ægir - 01.06.1935, Blaðsíða 15
Æ G I R 129 Þessar tilraunir, sem við höfðum gert til þess að veiða liinn mikla slofn vor- gotssíldarinnar, sem veiðin norðanlands á sumrin l)yggist á, í hlýja sjónum, þar sem lialdið var að stofninn hrygndi í marz og april, hafa orðið algerlega árangurs- lausar. Þella er ugglaust mörgum mikil vonbrigði, en þó líklega engum meiri en mér. Heppni má það að vísu kallast, að tilraunirnar hafa gefið svo nákvæmlega neikvæðan árangur, en engum mun delta í hug að stofna fé í hættu til þess að reyna að veiða sild fyrir sunnan land á vetrum. Hvar hrygnir síldin ? Ég er ekki i vafa um það, að skoðanir þær, sem byggðar hafa verið á rannsóknum þessarar ald- ar, um lifnaðarhætti síldarinnar, þó eink- um eftir rannsóknum Bjarna og Schmidts, eru réttar. Það er áreiðanlega til sild, sem hagar sér eins og við höfum hald- ið að öll vorgotssíldin gerði. Eitthvað af þeirri síld, sem veiðist fyrir norðan á sumrin, hrygnir fyrir sunnan á vetrum, eins og augljóst verður af því, sem fyr er sagt. En eftir þær rannsóknir sem ég hefi gert í vetur, verð ég að draga mjög í efa að þetta sé reglan. Mér finnst harla ótrúlegt, að hinn mikli stofn sildar, sem er við Norðurland á sumrin, hrygni fvr- ir sunnan ísland á vetrum, vegna þess að nú hafa tilraunir sýnt, einu tilraun- irnar, sem hafa verið gerðar, að stofn- inn fmnst ekki, þótt leitað sé með log- andi ljósi. Eftir kynþroska síldarinnar að dæma, hefur hún hrygnt að vorinu, líklega í marz—apríl. En á þeim tíma árs er varla hugsanlegt að síld geti hrygnt annarsstaðar en í hlýja sjónum, einmitt þar, sem við höfum verið að leita, en ekkert fundið. Yið verðum að muna það að hér er ekki að ræða um neina smá- niuni, sem gætu leynst eins ognálí heyi, hér er að ræða um einhvern stærsta síldarstofninn í norðurhöfum, og maður skyldi ælla að mælti sjá minna grand í mat en hann, þar sem hann er að hrygna. Að öllu þessu atlniguðu, get ég ekki bet- ur séð, en að þessar rannsóknir, sem við höfum nú gert, skapi okkur alveg nýja útsýn yfir lifnaðarhætti síldarinnar. Það verður ekki komist hjá því að spyrja: Hrggnir sú síld, sem veiðisl fgrir norðan á sumrin, við Island ? Eg vildi óska að hægt væri að svara þessu játandi, út- vegsins vegna, en þær einu tilraunir, sem gerðar liafa verið lil þess að veiða sild, þar sem hún átti að vera að hrygna, svara eindregið neitandi. En ef síldin okkar hrygnir ekki hér, hvar getur hún þá hrygnt? Af ýmsum ástæðum, sem ekki vinnst tóm til að rekja, bendir allt til Noregs. Ég vil nú rekja nokkuð þau helztu rök, sem virðast mæla með því, að síld- in, sem er við Norðurland á sumrin, m. ö. o. vorgotssíldin, hrygni við Noreg, en fyrst vil ég taka þetla fram. Allt, sem á eftir fer, eru l)olIaleggingar en ekki vizka. Yið vitum i raun og veru ekki hvar síldin hrygnir, og það mun reynast mjög erfitt að sanna það. En árangur þessara tilrauna, hafa hent á þann mögu- leika, að vorgotssíldin fari yfir Atlants- hafið. Um leið og ég endurtek, að ekk- ert er vitað með vissn um þetta enn sem komið er, vil ég nú reyna að gera grein fyrir því: Að þetta er mögulegt, Að það er líklegt og skiljanlegt, og, Að hin nýja skoðun á lifnaðarháttum síldarinnar skýrir margt, sem áður virtist torskilið. í Norður-íshafmu, milli Grænlands og Noregs, fyrir norðan ísland, eru tveir hringstraumar. Fiskur, sem fylgir heita straumnum norður með norsku strönd- inni, getur horist inn í hvorn þeirra sem

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.