Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1935, Blaðsíða 26

Ægir - 01.06.1935, Blaðsíða 26
140 Æ G I R Sjá þóttist þá Guðmundur að liann mundi ekki ná lendingu á Sandi og bjóst að hleypa að Gufuskálum. Er það litlu vestar en Sandur, en lending verri. Þeir sem hleyptu að Gufuskálum, aðrir en Guðmundur, voru Sigurður nokkur Sig- urðsson kendur við Bug, og Brynjólfur Oddsson, hóndi úr Rúffeyjum, en hinn þriðji Jónas, frá Skarði á Skarðsströnd. En það er frá Guðmundi að segja, að hann lagðist fyrir framan lendinguna á Gufuskálum, því að ólendandi þótti. Er og sagl að fremur færi hann ókunnug- lega, og hafði liann þó Ivo háseta frá Hjallasandi, þá er kunnugir voru. Höfðu þeir skamma stund legið, er menn úr landi sáu öldurið mikið taka sig' upp fyrir framan skipið oghrautþað yfir það, stafna milli, en (i menn lók það út af skipinu. Var eitt þeirra kona, Rannveig að nafni, en maður hennar er Jón hét, sat eftir við annan mann. Þótt- ust menn sjá úr landi, að hann hélt sér háðuin höndum, en hafði tóhaksbauk sinn milli tannanna. Gekk nú brátt ann- að rið yfir skipið og tók það Jón út, en hið þriðja tók hinn síðasta. Aldrei fór báturinn af kjölnum ogvar honumhjarg- að þegar veðrinu slotaði (Guðm. þessi var bóndasonur úr Bjarneyjum, en móð- ir hans hét Kristín Pétursdóttir hónda úr Skáleyjum). Nú er að segja frá Sigurði úr Bug, þeim sem áður er nefndur, að hann lagðist eins og Guðmundur fyrir framan Gufuskála, en fyrir framan dýpra lend- ingarsundið. Þar kom og Brynjólfur úr Rúffeyjum og töluðust þeir við. Spurði Sigurður hvort nú væri ekki lag. Neitaði Brynjólfur því og kvað þar ekkert lag vera, og ekki kvaðst hann þar að leggja Sigurður ællaði þó að lag væri og lagði á sundið, en þegar hvolfdi. Bróðir Sig- urðar komst á kjölinn og gat náð til hans og annara tveggja og Jjorgið þeim með sér á kjölinn, en hinir fjórir urðu þegar viðskila við bátinn og drukknuðu þar. Gufuskálamenn höfðu nú horftupp á tvo skipstapa, hvorn á fætur öðrum, og eggjuðu nú fast þá, sem færastir þóttu að reyna að bjarga mönnum þessum, er á kilinum voru. Voru nú nokkrir þeir hraustustu vaðbundnir og óðuútíbrim- ið. Freistuðu þeir að kasta lóðabelgjum til skiphrotsmannanna, og lókst þeim eftir mikið vos, að ná þeim með lífi í land. Jónas frá Skarði hleyptí í Skarðsvík. Þar tók út menn alla nema einn. Hann rétti Jónasi ár um leið og hann bar aftur með skipinu og i)arg honum svo. Þá komu þar Gufuskálamenn aðoggátu með harðfylgi borgið þeim, nema einum, Pétri Örnólfssyni úr Ólafsvík er fórst þar. Þar lenti og Brynjólfur úr Búffeyjum og björguðu lionum Gufuskálamenn, því gætur höfðu þeir á skipum, þvíaðhvar- vetna var ólendandi. Framh. Aegir a montlily review of ihe fislieries and fisli trade of Iceland. Published hy : Fiskifélag íslands (The Fisheries Association oflcelandj Reykjavík. Results of the Icelandic Codfisheries from the beginning of the year 1935 to the 159} of June, calculated in fully cured state: Large Cod 35.671, Small Cod 9.209, Saithe 891, Haddock 90, total 55.861 tons. Ritstjóri: Sveinbjörn Egilson Rikisprentsm. Gutenberg.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.