Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1935, Blaðsíða 4

Ægir - 01.06.1935, Blaðsíða 4
118 Æ G I R Dýptarmælir Sigurdsons, eða Sigurdsons Patent. Jón P. Sifíurðsson. Svo heitir merkilegt áhald, sem íslend- ingurinn J. P. Sigurðsson fann upp og hefur í fjölda mörg ár verið notað í skandinaviskum skipum, og þóttafbragð. Þeir munu fáir, sem kannast við Sig- urðson og fáir, sem heyrt hafa hans get- ið og hefur hann þó verið þjóð sinni lil jafnmikils sóma á sínn sviði og margir aðrir íslendingar, sem ávallt er verið að minna á í blöðum, og óhætt er að full- yrða, að enginn íslenzkur sjómaður hafi rutt sér glæsilegri hraut í framandi landi en hann. Arið 1882 fór hann í siglingar og var fyrst í förum á skonnortum, sem voru á Norður- og Austursjávarferðum þang- að til árið 1887. Þá réðst hann sem há- seti á barkskipið »Nanna« frá Fanö, sem þá lá í Hamhorg; sigldi skip það aðeins til landa í hitaheltinu og á því var Sig- urðsson í 4 ár og af þeim 2V„ ár háts- maður og stóð fyrir vöku (Vagt) skip- stjórans. Er tilDanmerkurkom.gekk hann á stýrimannaskólann í Fanö og tók próf 1891, en skipstjórapróf tók hann árið eftir. Að prófi loknu varð hann fyrsti stýrimaður á stóru skipi frá Fanö; voru þá Fanö skipin mörg, llest langferða- skij) og lonnatal þeirra næst á eftir Kaup- mannahafnar, en nú er ekkert skip eflir. Arið 189(i var honum boðin skipstjóra- staða á stóru seglskipi og var það upp- haf skipstjórnar hans á Fanöskipunum. Ilið síðasta skip sem hann stjórnaði var bryggskipið »Dorane« og álti hann hluta í því skipi og hélt því, að mestu, á Af- ríku og Brazilíuferðum. Árin 1904 og 1905 sigldi skipið undir Brazilíu fána, en til þess varð Sigurðsson að taka skip- stjórajjröf í Brazilíu og stóðst það. En svo stóð á, að illt var að fá farma á venjulegum viðkomustöðum og seglskij) áttu þá örðugt uppdrátlar ; gerði Sigurðs- son því þessa tilraun, því með strönd- um Brazilíu var nóg að flytja og vel horgað fyrir flutning á förmum, enskil- yrði voru, að skipstjóri liefði próf, tekið í Brazilíu og að skipshöfn væru Brazi- líumenn. Þegar hann byrjaði ferðir, voru margar hafnir grunnar, og að eins færar minni skipum, (brigg hans var 300 lest- ir), en ekki leið á löngu þar til tekið var að dýpka þær, svo gufuskip gætu at- hafnað sig og voru þau látin sitja fyrir flutningum eftir það. Sigursson lét þá af þeim ferðum og' hélt heim. Að eins einn danskur skipstjóri reyndi að taka próf í Brazilíu, skömmu eftir að Sigurðsson lauk prófi þar, en hann féll. Próf þetta fór fram á Portúgisisku. Árið 1906 seldi hann skip silt í Hamborg, fór

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.