Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1935, Blaðsíða 8

Ægir - 01.06.1935, Blaðsíða 8
122 Æ G I R Stærsta skip í heimi. Hinn 29. maí þ. á. lagði hið nýja frakk- neska risaskip »Normandie« í hinafyrstu för sína yfir Atlantshaf. Á leiðinni náði skipið yíir 29 sjómílna hraða á klukku- stund og má vel vera, að hraði sá auk- ist, eftir því sem vélar liðkast, því svo var það á »Mauretania« og þýzka skip- inu »Deutschland«, sem laust eftir alda- mót var talið hraðskreiðasta skip á haf- inu. Það skip kom hingað 1912 og hét þá »Victoria Louvise«. Hvert »Norman- die« hefur telíið hláa bandið frá ítalska skipinu »Rex« er óútkljáð, er þetta er ritað, en það mun siðar koma í Ijós. Lýsingu á »Normandie« er ekki auðið að gefa, en fáeinar tölur má nefna, sem sýna stærð þess. Það er 313 metra langt, og er fáum metrum lengra en »Queen Mary«, breidd þess eru 36 metrar og er skipið 79000 brúttó lestir. Vélarnar áttu, eftir útreikn- ingi verkfræðinganna, að knýja það 28 sjómílur á klukkustund, en hraðinn hef- ur reynst meiri. Frá sjávarlleti upp á efstu randir reykháfanna eru 45 metrar. Siglur eru að eins tvær og 150 metrar milli þeirra. Stýrið er I6V4 meter á hæð og vegur 140 tonn. í sölum og klefum eru 1100 símaáhöld og gólf þeirra eru lögð 27000 fermetrum dúka. Matsveinar eru 187, 6 kjallaramenn (Vinkyper), 9 slátrarar og 10 bakarar. Þessar tölur gefa nokkra hugmynd um þetta stóra skip, en skrauti þess og öðru fyrirkomulagi, í sölum og á þilfari, er ókleift að lýsa, svo nokkurt gagn sé að. Það verða menn að sjá með eigin augum. Sjaldséðir fiskar. 1. Augnasíld /Clupea fintaj. í Fiskabók minni, IjIs. 419, er getið um síldartegund eina, með þessu nafni. Faber, fuglafræð- ingurinn góðkunni, sem ferðaðist hér í fugla- og íiskafræðiserindum snemma á síðustu öld, skýrir frá því, i fiskiriti sínu, að »menn fyrir austan« (undir Eyja- fjöllum?) haíi sagt sér frá síld, semþeir hafi nefnt ofangreindu nafni, sökum dökkra díla framan til á baki hennar, og liyggur að hann hafi séð leifar af þesskonar fiski í súluhreiðri í Braudin- um, meðal Vestmanneyja. Síðan heíir eigi orðið vart við þessa síldartegund hér, svo að menn viti, og því verið nokk- ur ástæða til að telja það vafasamt, að hún hafi yfirleitt nokkurntíma sézt hér við land, þangað til í nóvember 1933, er 30 fiskar af þessu læi fengust á þýzkum botnvörpung við Reykjanes, að því er þýzki fiskifræðingurinn, próf. dr. Schna- kenbeck, skýrir frá í »Der Fischmarkt«, 3. h. 1935, bls. 77 og í bréfi til mín 17. apríl þ. á.; telur hann þar með fullvissu fengna fyrir því, að »augnasíldin« sé fengin í íslenzkum sjó. Liklegt er að þessir fiskar hafi látið sig lokka út hingað af hinum óvanalegu hlýindum hér við land hin síðari árin, líkt og ýmsir aðrir suðrænir fiskar, því að augnasíldin á aðalheimkynni sín við sunnanverða vesturströnd Evrópu og í Miðjarðarhafi, en slangrar á sumrin norð- ur á bóginn, norður með ströndum N.- Evrópu, allt til Finnmerkur. Húnermun stærri og tillölulega gildvaxnari en vana- leg síld, verður allt að 50 cm löng, eða á stærð við makríl; auk þess er hún frá- brugðin síld að því leyti, að hún hefur 3—9 kringlótta díla framan til á baki, eins og áður er greint og að afturrönd

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.