Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1935, Blaðsíða 16

Ægir - 01.06.1935, Blaðsíða 16
130 Æ G I R er, eftir atvikum. Komist hann inn í þann nyrðri, getur hann komist til Spits- bergen, en nái syðri hringurinn tökum á honum, kemst hann til Jan Meyen og upp að norðurströnd Islands. Leiðin ligg- ur þá frá SV-strönd Noregs til norðurs, liklega norður að Lofóten, þaðan til hafs i vestur hér uin ])il um Jan Mayen. Svo tekur Austur-Grænlandsstraumurinn við, hann liggur upp að N-strönd íslands, og djúpt suður með Vestfjörðum, en þeg- ar upp að Vestfjörðum eða Norðurlandi kemur, nær golfstraumurinn okkar tök- um á, og ber það sem í hann kemur, norður með Vesturlandi, og austur með Norðurlandi. Danir hafa kastað nokkr- um straumflöskum út við Norðurland, að sumarlagi. Þessar llöskur hefur rek- ið á land í Noregi, að eins ein, ef mig minnir rétt, komst suður með Austfjörð- um, og rak upp á S-ströndina. Straum- arnir í hafinn kringum ísland, liggja m. ö. o. þannig, að flskur, sem lifir upp í sjó, eins og síldin, gæti hæglega haft hrygningarstöðvar við vesturströnd Nor- egs, en dvalið hér, einkum við Norður- land á snmrin. Fjarlægðin er miklu minni en sú, sem þorsknrinn fer, á milli hrygn- ingarstöðvanna hér við land, og mið- anna við V-Grœnlnnd. Síldin hefur ca. 3 mánuði til ferðalagsins frá íslandi lil Noregs, hér um hil eingöngu með straum- unum, en ca. 5 mán til ferðarinnar frá Noregi, til íslands sem að miklu leyti liggur með, en að nokkru á móti straum- um. Innan um allan þann fjölda af síldar- kynjum (afbrigðum, races), sem til eru í Norðurhöfum, er það merkilegt, að ekki skuli vera hægt að þekkja í sundur síldina, sem við veiðum við Norðurland á sumrin, og síldina, sem Norðmenn veiða við SV-Noreg á veturna. Þessa sild veiða Norðmenn svo að segja eingöngu, þegar hun er að hrygna, en við eingöngu þegar hún er að fita sig, á milli hrygn- inga. Norðmenn vita ekki með vissu, hvar þeirra síld er á sumrin, og við vit- um auðsjáanlega ekki, hvar okkar er á veturna. Okkar sild kemur úr liafi á sumrin, og hverfur til hafs á haustin, norska síldin kemur úr hafi á veturna, og hverfur til hafs að hrygningunni lok- inni. Þetta verður að eins skiljanlegt, ef við lítum á norsku og íslenzku sildina sem einn og sama stofn, stofn sem á heima í hafinu milli Noregs og íslands, og hefur hrygningargöngur til vesturs, ætisgöngur til austurs. Ef hinn mikli vorgotssíldarstofn, sem veiðist hér við Norðnrland á sumrin, hrygnir við S-ströndina á veturna, hlytu göngurnar að fara norður með V-landi á vorin. Maður gæti þá búist við, að sildin færi að vaða strax að hrygningu lokinni, og væri að því alla leiðina norð- ur fyrir þannig, að væri jafnvel meira um síld við SV- og NV-landið á vorin og fram eftir sumrinu (vegna þess að þar er einnig sumargotssíldin) heldur en fyrir norðan á sumrin. Einnig mælti ætla, að fyrst fylltist Húnaflói, en allt væri þurt fyrst í stað við austanvert N- land. Þessu er ekki þannig varið. Reyzl- an hefur sýnt, að reglan er sú, að lang- mest er af síld við N-land. Og jafnaðar- lega virðist síldin koma nokkurn veginn jafnt upp að miklum hluta Norðurlands- ins. Þetta tvent verður undir eins skilj- anlegt, ef við gerum ráð fyrir, að síldin komi a. m. k. að mestu leyti að norðan, úr hafi, það sem er af síld við SV- og NV-land, ætti að vera a) sá litli hluti vorgotssíldarinnar, sem hrygnt hefur fyr- ir sunnan landið og er á leið norður, h) eitthvað af þeirri síld, sem kemur að norðan, en ber að vestast, og kemst dá- lítið suður með, áður en áhrifa Goll-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.