Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1935, Blaðsíða 24

Ægir - 01.06.1935, Blaðsíða 24
138 Æ G I R berserkur, en Kristján kallaði að ryðja úr skut og barka. Vigfús ogSveinn voru fram í og lieyrðu kallið. Voru þeir báð- ir knáir menn og ruddu á svipstundu úr barkanum. Leit þá Sveinn upp og mælli: »Hættu að ryðja, Fúsi, það er sokkinn hjá þeim skuturinn; þeir hafa engu rutt«. Sökk þá skipið og hyolfdi. Gísli úr Legg sigldi fram lijá i sama bili og kallaði Kristján til lums og bað hann að bjarga mönnunum í guðs nafni. Gísli sigldi sem áður og svaraði engu. Krist- ján greip stýi'ið og ætlaði að lleyta sér á því; náði hann lika í ár og liafði sitl undir hvorri hendi, og llaut hann svo. Arni náði árum tveim og ílaut hann frá með þær. Þá komust hinir allir á kjöl- inn nema Ólafur úr Riíi. Þorsteinn hékk á J)aki Vigfúsar og komst hann svo með liann á kjölinn. Töluðu þeir þá saman og mælti Sveinn: »Hræddur er nú Gísli, fyrst hann reynir ekki að bjarga okkur«. »Þeir koma kannske hinir«, svaraði Vig- fús. í því tók skipið veltu og hvolfdi á ný. Komust þeir aftur á kjölinn nema Magnús; hann sást nú ekki framar. Vig- fús ])að nú Þorstein að sleppa sér og halda sér í kjölinn, og gerði hann það. Tók nú skipið enn veltu og komust þá á kjölinn Vigfús og Þórður, en Þorsteinn og Sveinn voru horfnir. Um það leyti sem skipið tók að sökkva undir þeim Kristjáni, var Þorvarður úr Skeggjabúð nær að landi kominn, og sá hann til ófara þeirra. Hafði hann að há- setum unga menn og röskva, og hvöttu þeir mjög að reyna að ])jarga ef kostur væri, en sá mest er Ilákon liét, bróður- sonur Andrésar formanns úr Flatey. Ruddu þeir Þorvarður nú skipið að fisk- inum og reru sem livatast fram að skip- inu. Náðu þeir fyrst Kristjáni en síðan Árna. Er þeir drógu hann inn, hékk Ól- afur í fæti hans. Hafði hann gripið þar lieljartaki, sem jafnvel dauðinn gat ekki losað. Nú bar þar að Ólaf Björnsson, þann er áður getur. Hann hafði dregisl aftur úr á siglingunni, svo sem fyr er sagt, en einmitt þegar slysið varð, brotnaði segl- ráin og tafði það fyrir honum, en nú er hann bar að, voru þeir enn fjórir á kjölnum. Ólafur var maður málhaltur, þannig að hann stamaði mjög, og mest ])á er honum var mikið niðri fyrir, Fór nú og svo, og skildu hásetar hans ekki livað hann sagði, en surnir svo felmtr- aðir að allt lenti í handaskolum. Varð því allt um seinan, sem gera þurfti, en ski])ið á sífeldum veltum. Þó náði hann þeim Vigfúsi og Þórði. Voru þeir allir mjög þrekaðir, sem björguðust, en batnaði flestum þó skjótt aftar. Skipinu var bjargað síðar um dag- inu. Þorsteinn var giftur fyrir rúmu ári og átti eill harn. Ólafur var og giftur og lél eftir sig tvö börn, en Sveinn var ó- giftur, rúmlega tvítugur að aldri, nám- fús og gáfaður og harmdauði öllum er lil þekktu. Hinn 11. desember 1861 var örlaga- ríkur fyrir Flateyinga. Þá reru úr eyj- unni tvö hákarlaskip með 12 manna á- höfn hvort. Þriðja skipið reri úr Bjarn- eyjum einnig við 12. mann. Á Flateyjar- skipunum voru formennirnir Bár-Ólafur Guðmundsson, sá er fyr er getið og Jón nokkur Þorkellsson, þilskútuskipstjóri úr Flatey. En úr Bjarneyjum var formaður Bjarni sonur Jöhannesar hónda. Austan- kaldi var á, og héldu öll skipin til miða út i ál á venjulegar hákarlsleiðir; lögð- usl þau ekki alllangt hvert frá öðru. Há- karl var tregur um daginn, og urðu menn lítt cða ekki varir. En er á dag- inn leið bréyttist veðurútlit, gekk vind- ur meira lil norðurs og hvesti að mun, enda varð þá og veðurútlit ískyggilegt.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.