Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1935, Blaðsíða 10

Ægir - 01.06.1935, Blaðsíða 10
124 Æ G I R Aflamaðurinn Guðmundur Bjarnason 70 ára 24. júní 1935. Guðmundur Bjarnason. Guðmundur Bjarnason, ávallt kennd- ur við Bjarnabæ í Reykjavík, er fædd- ur 24. júni 1865 og voru foreldrar hans Bjarni Guðmundsson og Gróa Stefáns- dóttir, bæði dáin hér í Reykjavík. Guðmundur kom hingað til bæjarins árið 1882, þá 17 ára að aldri og byrjaði sjómennsku sína með því að stunda sjó- róðra á Suðurnesjum; var hann þar eitl ár og mun þá þegar hafa komið í ljós hve fiskinn hann var á handfæri; mun það hafa ýlt undir hann til þess að ráð- ast á þilskip. Sneri hann sér þá til iitgerðarmanns Geirs Zoéga og réðst fyrst á »Gylfa« mcð skipstjóra Guðmundi sál. Kristjánssyni, síðan var hann 5 úthöld með sama skip- stjóra, á kútter »Margréti« en þar urðu skipstjóraskipti, meðan Guðm. Bjarna- son var á skipinu, og tók við Finnur Finnsson; var »Margrét« þá komin í eigu kaupmanns Th. Thorsteinson. Með Finni var hann í 8 úthðld, eða alls 13 úthöld á sama skipi. Ekki þurfti þennan ára- fjölda til þess að sanna, hve stórtækur hann var við fiskdrátt, því þegar á fyrstu árum hans á skútum, var venjulega spurt, u'm leið og sagt frá afla skips þess, sem Guðmundur var á: Ilvað dró Guðm. í Bjarnabæ?Á skútuin héðan voru menn úr öllum fjórðungum landsins, og báru þeir fregnir heim í sín héruð, um þenn- an mikla fiskimann, svo íslendingar könnuðust eins vel við hann og t. d. Christiansen á Láru, Howgaard á Thyru og íleiri stórkalla. Að vísu var honum ekki hoðið upp á glas af portvíni, hjá heldri mönnum, þegar hann steig af skips- fjöl, en hann álti sína vini, sem bæði huðu honum glas og vildu með honum vera, þótt hann væri í sjógallanum, og ekki stóð á honum að veita, ef svo har undir. Hákarlaveiðar stundaði hann á skipinu »Matthildi« með skipstjórunum Þorláki Teitssyni og Stefáni Pálsssyni, en liætti því, vildi liafa örari fisk. Á þorsk- veiðum var hann eftir það á eftirtöld- um skipum : á »Victory«, »Emilíu«,»Haf- fara«, »Gretu«, »Harry«, »Nyanza«, »Sig- ríði«, »Björgvin«, »Seagull«, »Arthur og Fanny«, »Keflavík«, »Birni Ólafssyni«, »Iho« og »Veiðihjöllunni«. Veit hann þvi hvernig kútterarnir sigldu. Auk þess var hann 6 sumur á handfæraveiðum á Isa- firði, 2 úthöld frá Bildudal, 1 úthald frá Flatey á Breiðafirði og 4 suniur við sjó- róðra á Austfjörðum. Sem dæmi um drátt hans má nefna, að eitt úthald var afli á skipinu »Margréti« 74 þús. fiskar; undir línu voru 23 menn. Af því hafði Guðm. Bjarnason dregið 8850 fiska.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.