Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1935, Blaðsíða 18

Ægir - 01.06.1935, Blaðsíða 18
132 Æ G I R en, en síldin einkum á svæðinu Bergen- Stavanger, þótt nokkur hrygning fari fram með allri ströndinni. Loks er lang þýðingarmesta atriðið. Þörungagróðurinn við ísland, byrjar tveim mamiðum seinna hév við land á vorin en við Noreg. Þörungarnir (Dia- tomea), sem lifa við yfirborð sjávar, líkj- ast helzt grasinu á landi. Á veturna er hvergi »stingandi strá«, en á vorin, mik- ið eftir veðrinu, verður »grundin græn« af þörungum, sem seinna deyja. Þessir smáþörungar liafa hina allra mestu þýð- ingu fyrir allt líf í sjónum. Við Noreg liyrja þeir að koma fram i marz, en hér við land í mai, mismunandi snemma, eftir árferði. Ef vorgotssíldin hrygndi hér í stórum stil i marz, þá væri helzt litlit fyrir, að mikill hluti af klakinu dæijafn- aðarlega úr hungri. Brátt klekst eggið og lirfan kemur út. Húu hefur litla forða- næringu, miklu minni en t. d. þorskur- inn, sem auk þess hrygnir ekki svo neinu nemur fyr en eftir miðjan apríl. Og áð- ur en síldarlirfan er búin að eyða forða- næringunni, hefur reynzlan sýnt að hún byrjar að krefjast næringar. Skilyrðið fyrir því að einhver stofn sildar geti hrygnt á einhverjum ákveðnum stað, einhvern ákveðinn tíma, er meðal ann- ars, að næg næring sé fyrir hendi fyrir seiðin, og þessari kröfu;,[tel ég tæplega fullnægt hér, þegar um^vorgotssíldina er að ræða, en vel við Noreg.[.Öðru máli er að gegna með sumargotssíldina, sem hrygnir í júlí og ágúst, og er spurning, hvort ekki beri að líta á hana sem hluta af hinum atlantiska stofni, sem hefur samið síg'að islenzkum staðháttum. Loks er'[að svara þeirri spurningu, hvers vegna vorgotssíldin ætti að leita hingað til íslands að hrygningu lokinni. Skýringin á því ætti að liggja í því að straumarnir gera sitt til, eins og áður er vikið að, og hér við ísland er, eftir þvi, sem ég veit hezt, miklu meira af rauð- átu, heldur en við Lofóten. Loks skal þess getið að sild hefur fundist allstaðar á leiðinni milli Islands og Noregs. Það hefur fundist síld við Jan Mayen og mitt á milli Jan Mayen og Lofóten, í júni. Þessi síld hafði auðsjáanlega hrygnt við Noreg eða ísland í marz eða apríl. Loks er þess að minnast, að Færeyja-sildin er sama kynið og það norska og íslenzka, en þetta kyn er ekki til annarsstaðar, þótt sumstaðar sé lík síld. Ekkert er hægt að segja um það, hvort þessar getgátur minar eru réttar, en mér finnst þær studdar af svo þungum stað- reyndum, að erfitt er að ganga fram hjá þeim, auk þess að þær eru knúðar frarn af þeirri reynzlu, sem ég hefi fengið við þessar tilraunir. Bátatjón á Ólafsfirði. Norðurland fær nú hvern skellinn eftir annan og bjargálnamenn standa uppi nieð tvær hendur tómar, að heita má, á svip- stundu. Laugardaginn 2. júní 1934 byrjuðu jarðskjálftarnir miklu við Eyjafjörð, Dal- vík og Hrísey, Svarfaðardal og víðar. Síð- degis föstudaginn 26. október s. á. byrjaði ofsarokið mikla, sem víða braut báta, bryggj- ur og eyðilagði ýms mannvirki, hús, vör- ur og matvæli, og á hvítasunnumorgun 9. júni þ. á. rak mikið af bátastól Ólafsfirð- inga á land; voru það þilfarsbátar, en trillu- bátar sukku. Af 29 bátum, sem voru á floti, gereyðilögðust 11 bátar og 8 skennndust mikið, en að líkindum verður gert við þá. Varðskipið »Óðinn« hefur aðstoðað við björgunina þar nyrðra. Síldveiðar fara nú að byrja og óvíst hverj- ir þær geti stundað frá Ólafsfirði. Vegna staðhátta hefur mönnum gengið afartregt að fá báta sína vátryggða á flrðinum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.