Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1935, Blaðsíða 11

Ægir - 01.06.1935, Blaðsíða 11
Æ G I R 125 Meðan Grúðmundur var upp á sitt bezta og á góðum skipum, á árunum 1897— 1909, var liann talinn með beztu drátt- armönnum hér sunnanlands, en hitti þó oft fyrir afbragðs íiskimenn; var þá reynt að seta met á því úthaldi, lítið sofið, að eins hugsað um að draga og draga meir en aðrir. Guðmundar »fag« var að draga íisk Og við það var allur hugur hans og enn er hann ekki hættur, þvi 12. júni var hann að kveðja kunningjana, þvi nú ætlar hann að vera á skaki eða halda á færinu sínu í sumar, fyrir vestan, á gamla »Geysi«, þótt sjötugur sé og heldur að líkindum afmælisdaginn sinn á skipsfjöl, við gamla starfið, að innbyrða þann gula og bvarllar þá máske hugurinn til margra Jónsmessunótta, í hópi góðra félaga, í Hall)ergstíð,þegar verið var að búa skipin í Vesturlandstúrana. Kunningjarnir óska aílamanninum góðrar framtíðar. 24. iúní 1935. V. ítölsku samningarnir. í vor sendi landsstjórnin þá Héðinn ^ aldemarsson, Jón Árnason og Richard Thors, til að semja við ítölsk stjórnar- völd um innflutning á íslenzkum salt- tiski til Ítalíu. Hinn 31. maí barst íslenzku stjórninni skeyti frá samninganefndinni, þar sem skýrt var frá því, að bráðabirgðasamn- ingum væri lokið. Samkvæmt þessum bráðabirgðasamn- ingum leyfir ítalska stjórnin, að við flytj- nm á þessu ári, 10 þúsund tonn af salt- fiski til Ítalíu. Þetta innflutningsmagn er sem næst °d% af innflutningi okkar lil ítaliu síð- ustu árin. Tilraunir til síldveiða við Suðurlandið á varðsk. »Þór«, vorið 1935. Ilráðabirgðaskýrsla til atvinnumálaráðherra frá Á r n a Friðrikssyni. Ur sögu síldarrctnnsóknanna við ísland. Forvígishöldar við fiskirannsóknir hér við land, eru þeir dr. Bjarni Sæmunds- son og próf. Johs Schmidt. Störfþessara manna, og rit þau um rannsóknir þeirra, sem eflir þá liggja eru svo kunn, að ó- þarfi er að gera grein fyrir þeim hér. Að eins skal drepið lítilsháttar á rann- sóknir þeirra á lifnaðarháttum sildar- innar. Áður en Bjarni Smundsson hóf rann- sóknir sínar hér, laust fyrir aldamót, var þekking manna á síldinni og háttum henn- ar lilil sem engin. Enda var viðhorf þjóð- innar til síldarmálanna þá allt annað en nú. Við vorum þá ekki byrjaðir að hagnýta okkur síldina i jafn stórum stíl, og síðar hefur orðið. Óvíst var þá, hvaða tegundir og kyn síldar lifði hér við land, óvíst var hvort smásíldin, millisíldin og stórsildin væri allt sama tegund, óvíst var með öllu um hrygningarstöðvar og hrygningartíma, við vissum með öðrum orðum lítið um síldina. Brátt tókst að sanna, að hér við land er að eins ein tegund síldar. Seinna kom i ljós, — og þar lagði þriðji vísindamaðurinn, Dan- inn Dr. Johansen, drjúgan skerf að mörk- um, — að þessi eina tegund síldar, sem hér er, greinist í tvö kyn eða tvö af- brigði, síld sem gýtur á veturna, í marz —april, og síld, sem gýtur á sumrin, í júlí—ágúst, með öðrum orðum, sumar- golssíld og vorgotssíld. Bjarna Sæmunds- svni tókst að finna hrygningarstöðvar sumargotssíldarinnar. Þessi síld hrygnir

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.