Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1935, Blaðsíða 14

Ægir - 01.06.1935, Blaðsíða 14
128 Æ G I R þangað til um miðjan april. Hvervetna var stóra varpan dregin, liiti mældurog gerðar svifrannsóknir. Yið vorum fyrst í stað aðallega kringum Vestmanneyjar, en fórum síðar vestur á Selvogsbanka, og austur að Dyrhólaey. Við toguðum dag og nótt á öllum botni, þar sem vörp- nnni varð I>eitt, en allt kom fyrir ekki, það sem við œtluðum að fmna, hina hrggnandi vorgotssíld, fundum við hvergi, hversu vel sem leitað var. Að vísu urð- um við varir við síld, en það var allt millisíld, eða þá sumargotssíld, en vor- gotssíld engin. Af öðrum flski fengum við nóg, meira en við óskuðum eftir. Það kom t. d. fyrir, að við fengum þrí- skiptan poka af þorski. Og svo var botn- varpan veiðin, að hún tók þúsundir af spærlingi, svo að nærri má gela, hvort hún hefði ekki getað tekið síld, ef ein- bver hefði verið fyrir. Okkur datt í hug, að ef til vill væri einhverjum óvanings- liætti um að kenna, þar sem veidarfær- ið var nýtt. Þess vegna höfðum við tal af útlendingum, sem voru alvanir að fara með þetta veiðarfæri, og fengum einn um borð, til þess að leiðbeina okk- ur. Hann var Þjóðverji, sem hafðí legið handlama í Vestmanneyjum, og beið ferðar heim til sín. En ekkert hætti það úr skák, þótt hann kæmi til okkar með sína þekkingu. Um miðjan apríl héldum við til Reykja- víkur, því þá voru kolabirgðirnar að þrotum komnar. Tveim dögum síðar, fengum við skipið á ný, og fórum þá út í Jökuldjúp, og reyndum þar, og á Sviðinu. Enga vorgotssíld fundum við þar, á hvorugum staðnum. Nú fór.skipið til Vestmanneyja á ný, en ég varð eftir, hæði vegna þess, að fullreynt þótti fyrst um sinn, og eins af því, að nú voru Vestmanneyingar farnir að róa með net, og þau varð Þór að verja fyrir ágangi togaranna, mikinn hluta sólarhringsins, og gat því ekkert horíið frá, nema helzl um hádaginn. Samtvoru gerðar nokkrar tilraunir um páskana, en það fór sem fyr, árangurinn varð enginn. Þegar hér var komið sögunni, var far- ið að veiðast dálítið af síld í lagnet, hæði í Keflavik og Grindavik. Vegna þess að Grindavík var nær aðal-rannsóknarstöðv- um okkar, og vegna þess að ég hafði hvað eflir annað áður rannsakað sild í Keflavík, en aldrei í Grindavik hrá ég mér lil Grindavíkur og gerði þar rann- sókn á talsverðu af síld, sem þar hafði veiðst. Það var á síðasta vetrardag. Von- aði eg nú að finna þarna vorgotssíld, eitt- hvað nálægt hrygningu, og hlakkaði til þess, ef að ég gæti hyrjað aftur á Þór, og verið heppnari en áður. Enn þá urðu vonbrigðin ofan á. Þessi síld var sams- konar og sú, sem við höfðum fengið á Þór, að minnsta kosti að langmestu leyti. Það var mesl millisíld og s.umargotssíld, sem enn þá vantaði langt að hrygningu. Um vorgotssíld var þarnamjög lítið, þarna var að mínnsta kosti ekki norðlenzki stofninn að hrygna, og her rannsóknum mínum vel saman við eldri rannsóknir dr. Bjarna, á síld úr Grindavík. Þá er að eins eftir að skýra frá loka- tilrauninni, ferð þeirri, sem ég fór liéðan með Þór síðustu dagana í apríl, og' stóð yfir þangað til fram undir miðjan mai. Vegna þess að tíð var góð, og orðið á- liðið, vár hægt að liðka svo til með gæzl- una við Vestmanneyjar, að Þór fékkst laus um tíma og fórum við þá strax austur fyrir Hornafjörð. Léttum við ekki ferð fyr en við vorum komnir austur undir Eystra Horn, austur í kalda sjó- inn, en vorum þó alltaf að reyna á leið- inni. Þaðan var svo haldið vestur aftur, alla leið til Vestmanneyja, og reynt djúpt og grunnt, en ekki fannst síldin.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.