Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1935, Blaðsíða 9

Ægir - 01.06.1935, Blaðsíða 9
Æ G I R 123 tálknaloksins er nærri bein og efri hluti þess geisla-gáróttur, líkt og á sardínunni. — Með tilliti til hrygningar hagar hún sér líkt og laxinn: gengur upp í ár til hrygningar, á vorin, og að henni lok- inni í sjóinn til matfanga. Augnasíldin þykir góður matfiskur og er töluvert veidd í aðalheimkynnum sín- um, en lítið við Bretlandseyjar eða lengra norður og austur. Stendur hún í því lil- liti mjðg að haki frænku sinni, »lhe Shad« ( Cl. scipidissimaj, sem er veidd unnvörp- um við austurströnd Bandaríkjanna í N.-Am. (og á síðari árum við vestur- strönd Ríkjanna, llutt þangað í árnar sem frjóguð egg). Vænt þætti mér um að fiskimenn vildu hafa gát á augnasíldinni og hirða hana handa Náttúrugripasafninu, ef hún kynni að veiðast. Mætti l)ezt geyma hana í frysti (eða salti), ef ekki væri hentug ferð til þess að senda hana með. 2. Hafáll (Conger vulgarisj. 12. þ.m. sýndi Steingrímur fisksali mér flsk, sem hann eða aðrir er sáu hann, ekki háru kennsl á, og hafði veiðst á lóð í Mið- nessjó þá um nóttina. Það var hafáll, sem er all sjaldséður hér við land, hef- ur áður að eins fengizt 7 sinnum við Vestmanneyjar, 8 flskar alls á ýmsum tímum ársins, allir á lóð. Nú hefir hann loks fengizt á öðrum stað og lítið eitt norðar (samfara hærri sjávarhita?) Við- víkjandi útbreiðslu og lífsháttum þessa all-álitlega flsks (hann getur orðið á stærð við löngu) vil ég vísa lil þess sem 11 m liann er sagt í Fiskabók minni, bls. 433—434. Fornaldarþjóðir suðurlanda, eins og Bómverjar, höfðu miklar mætur á haf- álnum, töldu hann sælgæti. Seinni alda þjóðir meta hann ekki eins mikils sem matflsk, en veiða hann þó töluvert, eink- um í suðurlöndum. Þessi, sem fékkst hér í Miðnessjónum, var i góðum hold- um; var hann reyndur hæði soðinn og súrsaður, af nokkurum mönnum og þótti dágóður (ekki ólíkur vatnaálnum) og mundi líklega vera hetri reyktur eða steyktur. Öllum varð gott afhonum, þeim er neyttu hans1). B. Sœm. Landskjálftar. Feikna jarðskjálftar urðu á eyjunni Formósa (Tai wan), sem er í Kínahafi, nokkuð austur af horginni Ivanton. Frétt- ir þaðan herma, að margar þúsundir manna hafi særst og um 3000 látið lífið. Þetta skeði aðfaranótt páskad. 21. apríl sl. Aðfaranótt 2. júní byrjuðu ógurlegir jarðskjálftar á landsvæði nyrzt í Beluts- jistan, við Quetta. (Belutsjistan liggur að Arahiska flóan- um á sömu breiddargráðu og Formósa, rétt fyrir norðan krabbabaug (um 25° nbr), en lengdarmismunur er um 57°, Belutsjistan á e. 65° au.h, en Formosaá c. 122° au.l.). I jarðskjálftum þessum, segir í opin- herum skýrslum, að í Quetta hafi 80 af hundraði farist, en þar áttu heima 35 þúsundir manna, og alls er talið, að far- ist hafi um 40 þúsundir manna, auk þess særðist fólk í þúsundatali. Þetta skeði í fyrstu kippunum, en 3. júní urðu jarð- skjálftar á ný og eyðilögðust þá járn- hrautir og símalagnir á stóru svæði. Mun þetta með mestu jarðskjálftum, sem sögur fara af og hörmungum fólks á jarðskjálftasvæðinu verður ekki með orðum lýst. 1) Síðan þetta var prentað, hefi ég fengið að vita, að í vetur er leið veiddist fiskur, sem eftir lýsingu heimildarmanns míns að dæma, hefir verið hafáll, á lóð uti fyrir Hornafirði. Pví miður glataðist fiskurinn, þegar á land kom, svo að heimildarmaður minn gat ekki sent mér hann til athugunar, eins og hann hafði ætlað sér.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.