Ægir

Volume

Ægir - 01.08.1937, Page 19

Ægir - 01.08.1937, Page 19
Æ G I R 173 Landhelgisgæzlan. Oss íslendingum hlýtur að vera það nokkurt metnaðarmal, að geta varið svo landhelgina, að réttur vor sé ekki fótum troðinn og hagsmunir vorir ekki stór- skerðtir. Sn þjóð, sem er vaxa upp í það að verða sjálfsvalda, þarf að geta stjórn- að svo landvörnum sínum, að hún vaxi við. Yér íslendingar þurfum ekki um aðrar landvarnir að hugsa, í orðsins ströngustu merkingu, en að verja land- helgina fyrir veiðiþjófum. Nú nýlega hafa skeð tveir atburðir, sem hafa orðið til þess að vekja um- ræður um landhelgisgæzluna. Varðbát- urinn Gautur tekur enzkan línuveiðara við landhelgisveiðar fyrir Austfjörðum. Sökudólgurinn og varðbáturinn verða viðskila vegna þoku, sem skellur á og línuveiðarinn heldur til Englands með varðbátsmann innan horðs. Maðurinn er sendur upp aftur með öðrum línuveið- ara og skilað í land á Austfjörðum. Nokkrum dögum síðar tekur varðhát- urinn Gautur enskan togara i landhelgi, setur um borð í hann sama varðmann- inn og fékk fría ferð til Englands með línuveiðaranum, og ætlar síðan að halda til hafnar með sökudólginn. Togarinn gerir sér lítið fyrir stingur varðhátinn af og heldnr á veiðar. Eftir 10 daga, þeg- ar togarinn hefir fengið fullfermi at íiski, þá er varðbátsmanninum skilað umborð i vélbát frá Seyðisfirði, sem er á veiðum út af Gletlinganesi, en sökudólgurinn heldur leiðar sinnar lil Englands með aílann. Um fyrri atburðinn er það að segja, að ensk hlöð settu hann á horð við sög- urnar, sem birtast »Með morgunkaffinu« i Morgunblaðinu. Þau töluðu um leik- inn í þokunni, ellegar að þau sögðu frá þeirri lifsnauðsyn, að skipstjórinn á línu- veiðaranum hefði orðið að halda iil Eng- lands, til þess að stranda ekki í þokunni. Hvað ensk blöð hafa sagt um seinni al- burðinn veit lilaðið ekki. En í sama mund og enski togarinn Yisenda strýkur frá Gaut, þá birtist l'or- ustugrein í The Fishing News, (eftir rit- stjórann), sem heitir »Erlendir dómstól- ar og hrezkir sjómenn«. Þessi grein er eingöngu stíluð til íslendinga. Þar er kvartað um harðýðgi, sem að ensk veiði- skip verði fyrir frá íslenzku varðskip- unum og hinar óbæiálega þungu sektir, sem ensk veiðiskip séu látin gjalda, ef þau skreppi inn í íslenzka landhelgi. Það sé þó öðru vísi íarið með útlend skip, sem fari inn í brezka landhelgi. Seinast í greininni er enskum stjórnarvöldum gefið það til kynna, að það sé ætlast til þess, að þau viti það gjörla, að það sé engin þörf á því að fara til Dana, með húfuna í hendinni, og óska eftir verzl- unarsamningi, því að það yrði aðeins hagnaður fyrir annan aðilann. Botninn í greininni er svo á þá lund, að Hull hafi þegar tekið ákveðna afstöðu lil inn- flutnings á slæmum og ódýrum fiski. Þannig Idæs í tálknunum núna. Hvort nokkurt óheint samband er á milli þess- arar greinar í The Fishing News og þeirra athurða, sem skeð hafa hér innan við landhelgislínuna, skal látið ósagt, enhins hefðum vér vænst, að Englendingar hefðu ekki talað jafn léttúðlega um þessa hluti raun hefir á orðið. íslendingar munu geta sagt um þessar mundir og um þessa atburði líkt og Staðarhóls-Páll sagði forðum daga við Danakonung: »Eg lýt hátigninni, en stend á réttinum«. íslendingar munu ekki fara feti lengra í sinni landvörn en lög leyfa, en þeir eiga að standa á sínum rétti, hver sem í hlut á.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.