Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1949, Blaðsíða 3

Ægir - 01.11.1949, Blaðsíða 3
Æ G I R MÁNAÐARRIT FISKIFÉLAGS ISLANDS 42. árg. Reykjavík — nóvember— desember 1949 Nr. 11-12 Við áramót. Senn líður að árslokum. Sá er háttur flestra hugsandi manna að staldra við þau límamörk og líta yfir sporaslóð liðna árs- ins með hliðsjón af skyggni, sem veitast kann inn í nánustu framtíð. Þau vandamál, sem islenzk þjóð hefur átt við að etja undanfarin ár, hafa enn færzt í auka á þessu ári, og er margt sem veldur, suint er sök okkar sjálfra, annað í tengslum við aðgerðir annarra þjóða og loks eru jiað atlot náttúrunnar, sem reynzt geta ærið andstæð frá ári til árs. Um langt skeið hefur hagur útvegsins eigi verið svo bágborinn sem nú, því að segja má, að hann nálgist nú óðfluga að komast í það liorf og þá er verst gegndi á kreppuárunum fyrir styrjöldina. Allar þær ráðstafanir, sem gerðar hafa verið vegna þessa atvinnuvegar undanfarin ár, hafa einvörðungu beinzt að því að bjarga hon- uin í svipinn. Þegar fiskábyrgðin var ákveðin fyrir fjórum árum, fóru þeir eigi dult með, sem að henni stóðu, að hún væri aðeins bráðabirgðaúrræði. En raunin hefur orðið sú, að hún hefur verið framlengd ár frá ári og samhliða hefur gjaldvana ríkis- s.jóður orðið að taka á sig auk hennar verulegar byrðar. Samtímis þessu hafa ýmsar lánsstofnanir orðið að veita útveg- inum gjaldfrest á gjaldfrest ofan. Segja má, að ástæðulaust væri að amast við þessum aðgerðum, ef þær fælu í sér framtíðar- lausn á vandanum, en flestir niunu sam- mála um, að svo hafi ekki reynzt. Þegar á það er litið, að framleiðslukostn- aður færist enn í auka og það til muna sam- tímis því sem sjávarafurðir falla stórlega i verði, má fleslum verða ljóst, að þær ráð- stafanir, sem stuðzt hefur verið við undan- farin ár, orka aðeins á þá lund, að fjar- Iægja framtíðarlausn þessara mála. Vertíð á nú senn að hefjast, ef allt fer að vanda, en enginn veit með hvaða hætti ílotanum verður komið af stað. Fulltrúar útgerðarmanna telja, að útgerðin þurfi að fá kr. 1.04 fyrir kg al' fiskinum (slægt með haus), en það er 39 aurum liærra en ábyrgðarverðið er nú. Hvernig þetta bil verður brúað er enn óráðið. Það sem meðal annars hefur valdið þvi, að undanfarin ár liefur ætíð verið lotið að því ráði, sem upp var tekið í árslok 1946, er hve seint hefur verið hafizt lianda í hvert sinn lil þess að þreifa fyrir sér um leiðir út úr ógöngunum. Svo hefur einnig orðið að þessu sinni, og því er enn I árslok allt í óvissu um það við hvaða aðstæður báta- flotinn kann að starfa á næstu vertíð. A því leikur enginn vafi, að isl. þjóðin er fær uin að ráða fram úr þeim vanda, sem við henni blasir, ef hún aðeins hyggur sameinuð að því, að hann verður að leysa, ekki með stundarfálmi, heldur varanleik. Það mein, sem aðeins er kákað við, segir oftast óþyrmilegar til sín en fyrr, og því er liöfuðatriðið að komast fyrir rætur þess. Við þessi áramót er sú ósk tvímælalaust efst í huga, að þjóðinni megi auðnast að koma fjárhags- og atvinnumálum sínuin á svo traustan grunn, að ofan á megi reisa til frambúðar. L. K.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.