Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1949, Blaðsíða 6

Ægir - 01.11.1949, Blaðsíða 6
248 Æ G I R Bjarneyjum og að hjálp gæti borizt bráð- lega, þótt vitað væri, að flestir fullgildir karlmenn á eyjunum mundu vera í veri undir Jökli. Til þess að vekja athygli á skipinu var veil'a höfð uppi að deginum, en ljósker að næturlagi, en það kom fyrir ekki. Aðfaranótt fimmtudagsins var sunn- an hægur, en er fram á daginn kom hvessti á s. s. v. og hélzt sú vindstaða fram undir morgun á laugardag, 7. apríl. Rauk þá á með afspyrnu vestanrok með kafaldi og innan skamms forar sjó. Þótti nú skipstjóra ekki tiltök að hefja siglingu inn flóa, þar sem seglaútbúnaðurinn var ekki til þess að treysta á og allir ókunnugir á þessum slóðum, enda hka dimmt af hríð. Ekki lcið á löngu, þar til skipið tók að reka og nokk- uð jafnsnemma brast stjórnsborðkeðjan í sundur. Rak nú ört í stefnu á Stagleyjar- Itoða, og með því að setja upp afturseglið var reynt að koma í veg fyrir að ekki ræki á hann. Fljótt kom í ljós, að ekki yrði uin- ílúið að á skerið ræki og' innan stundar bryti skipið í spón. Skipstjórinn, Hannes Andrésson, var alltaf öruggur, og voru allir æðrulausir. Þá sem örast rak á boðann, bar Alexander fram þá ósk að heitið væri á Ólafsvíkurkirkju og henni færð gjöf yrði þeim auðið lengri lífdaga. — Er skip- ið hafði rekið fast að skerinu, reið mikill brotsjór yfir það og kastaði því í einni lotu yfir það og nam skipið rétt snöggvast niðri, að vísu nokkuð fast. Þetta mikla rið tók út bátinn af þilfarinu og öll seglin, sem tjaslað hafði verið upp. Stykki úr lunning- unni og káetukappanum brotnaði og lest- arhlerar fóru úr skorðum, svo að niður í skipið gekk mikill sjór. Er riðið gekk und- an skipinu, sást boðinn upp úr sjó fyrir framan það. Þau legufæri, sem eftir voru, festust í skipinu og sneri skipið upp í vind, en við næsta rið, sem skammt var að bíða, sprakk keðjan og skipið tók að reka, að mestu þó í horfi, þar sem keðjan drógst í botni. í lestinni var mikill sjór, svo að tekið var til að dæla, en það reyndist þó árangurslaust. Dælan var ónothæf vegna þess :að kol, sem skoluðust um lestina, höfðu setzt í hana. Var þá ekki annað úr- ræði en stampaaustur. Austurtæki voru þó ekki önnur en pottar, þar sem fötum öllum hafði skolað út. Ausið var af kappi og lækkaði furðu fljótt í skipinu, var þó erfitt að standa að austri, þar sem skipið valt mikið og sjórinn slóst til í lestinnni og kolapokar og annað kastaðist til og frá. Tókst á tiltölulega skömmum tíma mikið til að þurrausa skipið, enda hafði ekki skaðlegur leki komið að því. Jón Jónasson vakti máls á því, livort ekki væri reynandi að matbúa og spurði þá, sem í lúkarnum voru, hvort lifandi væri í eldavélinni. Kváðu þeir eldinn dauð- ann, enda útlitið þannig, að fyrir mat væri ekki mikil þörf. Kvaðst Jón ekki kæra sig frekar um að deyja svangur, væri líka mælt, að fullir kynnu l'lest ráð. Fór Jón síðan lil og kveikti eld. Kom þá að góðu haldi sú forsjálni hans að hafa geymt inni á sér velvarinn eldspýtustokk, því að allar eldspýtur reyndust blautar. Hitað var kaffi, og gerðu flestir sér gott af því ásamt því litla brauði, sem til var óskemmt. Ferðina alla hafði lítið verið um matreiðslu, þar sem matur allur skemmdist fljótt og erfitt að halda lifandi eldi. Skipið rak nú undan vindi og sjó og var öðru hvoru lóðað fyrir dýpi, sem reyndist í kringum 16 faðma. Um nónbil sást grunnbrot, er skipið virtist reka beint á. Litið akker (varpakker) og 30 faðma löng keðja, sem til var, voru tekin og gerð tilraun með að leggjast fyrir því. Lítið virtist draga lir ferðinni og rak stöðugt á grunnið, enda kom síðar í ljós, að akkerið hafði brotnað. Þegar nálgaðist brotið, revndist þetta lítið sker, og fast við það sló skipinu meir til norðurs svo að það barst framhjá, en þó svo nálægt, að síðan á skipinu straukst snöggvast við það. Snert- ingin var lítil, enda hefði mikið högg í þeim sjógangi riðið skipinu að fullu. Innan stundar og sem ört rak urðu skipverjar varir við eyjaklasa, sem þeir ekki háru kennsl á. Skyggni var slæmt, því að sífellt gekk á með snjóéljum. Þegar nálgast tók

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.