Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1949, Blaðsíða 13

Ægir - 01.11.1949, Blaðsíða 13
Æ G I R 255 er reka þessar veiðar, hafa stærri land- helgi en íslendingar. íslendingar ásælast ckki fiskafla við strendur þessara landa. Ef íslenzkir fiskimenn leyfðu sér þá dirfsku að stunda veiðislcap 3 sjómílur frá ströndum þeirra, mundu lilutaðeigandi fiskimenn verða sektaðir, afli þeirra og veiðarfæri gerð upptæk, ef ekki væri um þyngri hegningu að ræða. Landsmenn eru þvi í þessu tilfelli beittir misrétti, sem gengur næst kúgun. Erlendir síldveiðimenn hafa ekki beðið um leyfi til þess að notfæra sér þessa tekjulind lands- íns, síldveiðarnar, og þvi síður gert samn- ing, er heimila þeim hlutdeild í þeim. Þettci mál verður að taka til rækilegrar ihugunar. Fyrirkomulagið er óþolandi eins og það cr og óviðunandi í framtíðinni. Þegar þess er gætt, að viðkoma hinna mest eftirsóttu fiskitegunda við landið er ekki nægileg til viðhalds stofninum, þá liggur það x augum uppi, að gera verður hið itrasta til að auka hann. Til þess að ná þessu takmarki, verður öfiug landhelg- isgæzla og rýmkun landhelginnar að vera takmarkið. Svo þarf að friða hrygningar- stöðvarnar eftir settum reglum um ákveðið tímabil. Það þarf að vernda tiltekin fiski- svæði fyrir botnvörpuskipum, þar sem slundaðar eru veiðar með línu og netjum, eins og núverandi forstjóri landhelgisgæzl- unnar á svo aðdáanlegan hátt með samn- ingum við erlend togarafélög tókst að koma í framkvæmd á stóru svæði utan landhelgis við Vestmannaeyjar síðastl. ár, og sem hann nú starfar að hvað snertir enn þá víðáttumeira svæði utan landhelgi frá Reykjanesi að Skaga. Það er fullsannað, að gífulega mínnk- andi viðkoma hinna mest eftirsóttu fisk- tegunda — þorsks og skyldra tegunda — slafar mjög mikið af því, að hrognin ná ekki að fi’jóvgast um gottímann á náttúr- legan hátt vegna vaxandi botnnetjaveiða. Það er því einsætt að athuga ber, hvort ckki er unt með klakaðferð, að draga úr hinni gengdarlausu eyðileggingu, sem veiðivélarnar valda. Hrygningin fer aðallega fram mánuðina marz—apríl og yrði klakið að vera fram- kvæmt um svipað leyli. Með fyllstu rök- um má segja, að íslendingum einum er ofvaxið að standa straum að slíku verki, og er það heldur ekki meiningin. Allar þjóðir, er stunda fiskveiðar við strendur landsins, eiga að taka þátt í því. Haffiskaklak er hér ræðir um, er ætlast lil að sé framkvæmt á skipum á hafi úti þannig, að öll fiskiskip stærri og smærri, liverrar þjóðar sem þau eru og hvers konar veiðarfæri sem þau nota, er fiska á svæðinu frá Hornafirði að sunnan til Isafjarðar- djúps að vestan á timabilinu frá 15. marz til loka aprílmánaðar, taki ár hvert þátt í þessu starfi, eftir því sem ástæður leyfa, og frjóvgi fullþroskuð hrogn, sem svarar minnst til 20 litrum hvert skip, er ætla má að nemi 10 millj. hrogna. Vandinn er ekki annar en sá, að blanda fullþroskuð- um hrognum og mjólk úr nýveiddum skyldum fisktegundum saman í ker fullt af sjó og að því búnu hella vökvanum í sjóinn aftur, skömmu eftir að blöndunin Ixefur farið fram. Fullþroskuð hrogn eru ekki verzlunarvara og er því ekki urn neitt verðmæti að ræða. Kostnaðurinn er held- ur ekki tilfinnanlegur. Aðeins þyrfti að greiða þeim mönnum hæfilega þóknun, er l'ramkvæma verkið undir umsjón yfir- mannanna um borð. Ég bijst við, að útlendir og innlendir útgerðarmenn muni af frjálsum vilja vera fúsir til að taka þátt í þessu. Ef áætlaö' er, að 500 erlend og innlend skip tækju þátt í þannig löguðum klaktilraunum, væri með þessu móti frjóvgað 5000 milli. lirogna á ári og gæti jafnvel orðið miklu ineira. Mikilsmetinn nafnkunnur klakfræðing- ur, er ég átti tal við fyrir sköinmu, áætl- aði að aðeins 5% af þorskhrognum ónýtt- ust í nýtízku klakstöðvum, meðan klakið færi fram, en fullyrti jafnframt, að á hrygningarstöðum í hafinu, þar sem botn- vörpuveiðar væru stundaðar um gottím- ann, næðu 90—95% af hrognunum ekki

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.