Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1949, Blaðsíða 23

Ægir - 01.11.1949, Blaðsíða 23
Æ G I R 265 „Maurctania“ smíðað árið 1907. 3) Það þurfti að gera ráð fyrir þeirri áreynsiu, sem 787 feta langt skip verður fyrir, þegar því er siglt með 26 sjómíina liraða í stórsævi, þar sem lengd öldunnar er álíka og lengd skipsins og hæð hennar ]Ao hluti af lengdinni. Slík áreynsla mæðir jafnan mest á efri hluta skipsins miðskipa. Þetta átak reyndist 10.6 smál. á ferþuml- ung á risaskipinu „Lusitania“ og er það allmikið, þegar á það er litið, að slitraun efnisins var um 30 smák á ferþumlung. Arið 1905 voru Bretar staðráðnir í að skjóta Þjóðverjum ref fyrir rass, að því er snerti smíði stórra og hraðskreiðra skipa. Voru þá gerðir samningar um smíði risaskipanna „Lusitania“ og „Mauretania", en þau skyldu siníðuð í Glasgow og New- castle. Skip þessi voru eins að stærð og að flestu leyti, hvað fyrirkomulag snerti. Margt var það í smíði þeirra, sem mikla athygli vakti á sinum tíma og gerir jafn- vel enn í dag. Lengd þeirra var 787 fet, breidd 88 fet og dýpt 6OV2 fet. Mesta djúpstaða var 37y2 fet. Skipsþungi var 38 þús. smák, en allur þungi 45 þús. smál. Á I. farrými komust fyrir 536 farþegar, 452 á II. og 1142 á III. farrými. — Sex þilför voru á skip- unum. í hverju skipi voru 12 vatnsheldar þverskiljur auk margra hliðarþverskilja, sem náðu inn að langskiljum kolarúm- anna. Hin vatnshelda niðurhólfun, með skiljum og þilförum, skipti skipinu í 175 vatnsheld hólf. Ekkert þessara hólfa var svo stórt, að öryggi skipsins raskaðist. neilt þótt tvö þeirra fylltust. Afturstefnið varð að smíða í fimm. stykkjum, enda var samanlagður þungi þess 110y2 smálest, þar af var stærsta stykkið 48 lestir. — Stýrið vó 63y2 smá- lest og stýrisásinn 25% lest. Þegar „Lusitania“ var hleypl af stokk- unum, þurfti 16 smál. af feiti til að smyrja rennibrautirnar (sleskjurnar). Þótt Bretar sýndu með smíði þessara skipa, að þeir hefðu í fullu tré og meira cn það við Þjóðverja, ltomu þó brátt önnur skip, svo sem „Titanic” 1913 og fleiri, er voru mun glæsilegri og veittu meiri þæg- indi. En „Lusitania“ og „Mauretania“ héldu þó í mörg ár, eftir að þessi skip komu til sögunnar, liraðametinu yfir At- lantshaf. Endalok „Lusitaniu“ urðu þau, að þýzk- ur kafbátur sökkti henni við Kinsale Head 7. maí 1915. Þegar þetta skeði, var talið áhættulaust að sigla óvopnuðum skipum, að minnsta kosti var því elcki gert á fætur, að skipum yrði sökkt fyrirvaralaust. Þeg- ar „Lusitaniu" var sökkt, voru uin 2000

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.