Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1949, Blaðsíða 10

Ægir - 01.11.1949, Blaðsíða 10
252 Æ G I R og er því eðlilegt að í'yrr hafi orðið vart við tregðu á afla við ísland en á hinum stöðunum, enda í fullu samræmi við það, sem hefur átt sér stað annars staðar, þar sem reglulegar fiskveiðar hafa verið stund- aðar að staðaldri. Fiskimiðin fyrir vestan írland, sem höfðu verið notuð af Bretum um langan aldur, voru t. d. orðin mjög aflarýr, meðan afli var dágóður á fiskimiðum við Færeyj- ar, og brezkir fiskimenn höfðu mikið til þurrkað upp fiskimiðin við Færeyjar á ár- unnm fyrir fyrri ófriðinn, þegar lítið var farið að bera á aflabresti við ísland. En þó leið ekki á löngu, að Frakkar færu að hverfa frá Islandi vegna aflatregðu og' álitu sig ekki geta haft samfiski með þeim, er notuðu hin nýju veiðitæki — togarana. Þeir leituðu því betri miða og héldu til Ný- fundnalands. Spánverjar byrjuðu einnig Imtnvörpuveiðar við ísland, en hættu brátt og leituðu á aðra staði. Portugalsmenn, sem nú hafa öflugan flota við Nýfundna- Iand og Grænland, gerðu aðeins litlar til- raunir við ísland, sem ekki þóttu arðvæn- legar. Færeyingar, sem lengi sóttu til Is- lands og fiskuðu á bátum við Austurland og síðar á þilskipum á miðunum annars staðar við landið, fiska nú mest við Græn- land, og svo á togurum við ísland, norður af Noregi og víðar. Þessar breytingar, sem hafa orðið á sókn erlendra fiskimanna á fiskimiðin við ís- land á síðari áratugum, bera vott um það, að þótt Vegalengdin sé styttri til íslands, þá lcjósa þeir heldur að leita þangað sem aflavonin er meiri. Fiskimiðin við landið eru því nú orðið ekki eins eftirsótt og áð- ur. Þau eru orðin annars flokks fiskimið í stað þess að vera þau beztu, sem þau óneitanlega voru um óralangan tíma. Er- lendir fiskimenn, sem þegar eru farnir og nú eru að hverfa á braut til hetra haglendis, eru valdir að jjessum breytingum. Nýir menn koma og halda áfram sömu iðju og svo koll af Icolli. Þessir menn skilja við landið fátækara en þegar þeir komu, en eru engu síður keppinautar íslenzkra fram- leiðenda á heimsmarkaðinum en þeir voru, meðan þeir fiskuðu við landið. Hver bjargar fiskimiðunum frá evðilegg- ingu og fiskistofninum frá tortímingu, ef Islendingar gera það ekki? Rekstur þjóðarbúsins líkist búskap bónda á stórri jörð. Enginn dugandi hóndi mundi geta unað við, að nágrannarnir beittu land hans í gróandanum á vorin og heyjuðu á túni hans og' engjum um lieyskapartímann. Varpeigandi þætti líka illa leikinn, ef óvið- komandi menn hrektn og dræpu fuglinn, hvar sem hann findist og eyðilegðu varpið í byrjun eggtíðar á vorin. Ég hygg, að flest- ir óhlutdrægir menn mundu álíta þetta hina mestu ósvífni. Framkoma erlendra fiskimanna á miðunum við strendur lands- ins er þó ekki ólík þessu. Fiskurinn er hrakinn og veiddur árið urn kring og hrygningarstöðvarnar eyðilagðar. „Norðursjónum er tæplega hægt að bjarga frá eyðileggingu og fiskimiðin við ísland verða rýrari ár frá ári,“ sagði norski fisikifræðingurinn Gunnar Rollefsen í sam- tali við mig síðastliðið sumar, og dr. Har- ald Blegvad, forstjóri hinna alþjóðlegu hafrannasókna, viðurkenndi, að ummæli þessi hefðu við rök að styðjast. Rýrnun fiskstofnsins við strendur lands- ins er staðreynd, sem ekki er hægt að rengja. Þorskfisktegundum fækkar um 3% árlega. Þessi fækkun samsvarar 30% á 10 árum, eða eftir því sem næst verður kom- izt, að fiskur verður mikið til þrotinn eftir rúman mannsaldur, svo tæplega muni svara kostnaði að reka útgerð á svipaðan hátt og nú. Orsökin er rányrkja eða offiski. Varnarráðstafanir eru því knýjandi nauð- syn. Eins og' áður er bent á, er rányrkjan mikið til innifalin í því, að hrygningin truflist og misferst og ungviðið eyðilegst. Á vetrarvertíð, þegar hrygning þorskfisk- tegunda fer fram, hindra togarar með veið- um sínum ekki aðeins eðlilega rás hrygn- ingarathafnarinnar, heldur og náttúrlega

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.