Ægir

Volume

Ægir - 01.07.1951, Page 48

Ægir - 01.07.1951, Page 48
196 Æ G 1 R og ráðgert, að mvndi kosta um 3 milljónir króna. Strax og kaup þessi voru ráðin voru keyptar nýjar vélar í fiskimjölsverksmiðj- una til þess að vinna fiskúrgang og enn fremur sild og karfa. Hinar nýju Arélar voru settar upp á árinu 1949 og síðan verið unnið með þeim, en þangað til var unnið úr loftþurrkuðum fiskúrgangi. Hefur nýja verksmiðjan nú unnið talsvert af nýjum fiski, einltum karfa, og revnzt vel. Á árinu 1950 var sett upp nýtízku lifrar- Lræðsla í sambandi við fiskmjölsverk- smiðjuna, og fer öll lýsisvinnsla á ísafirði jrar fram nú. Einnig var á síðastliðnu ári unnið að ýmsum endurbótum verksmiðj- unnar og steyptur nokkur hluti af þró með tilliti til vinnslu á síld í stærri stil. Stjórn Fiskimjöls h.f. skipa: Birgir Finnsson, Arngrímur Fr. Bjarnason, Kjart- an J. Jóhannsson, Ketill Guðmundsson og Ólafur Guðmundsson. Fiskimjöl h.f. hefur nú skilyrði til þess, að verða atvinnufyrirtæki til framleiðslu á allmiklu magni af fiski- og síldarmjöli, svo og lýsi, en þessar framleiðsluvörur hafa verið mjög auðseldar og eftirsóttar undan- i'arin ár eins og kunnugt er. Sjálft aðalverksmiðjuhúsið er úr stein- Yerksmiðjuhús Fiski- mjöls h.f. d ísafirði. sleypu, tvílyft. Loft úr timbri. Vélasalur er úr járni og timbri, og mjölgeymsluhús úr timbri. Mjölgeymslan rúmar um 600 smálestir. Allar byggingar þessar eru á eignarlóð félagsins. Olíusamlag útvegsmanna. Á árinu 1949 var stofnað Olíusamlag út- vegsmanna á ísafirði. Að því standa út- gerðarfélögin öll, svo og Djúpbáturinn h.f- Á síðastliðnu ári reisti samlagið oliustöð við Suðurgötu hér, í framhaldi af oliu- stöðvum Shell h.f. og Olíuverzlunar ís- lands h.f. Síðastliðið sumar var þar reistur oliu- geymir, er tekur 380 smálestir, og er hann ætlaður fyrir jarðolíur (svartoliur), og er það fyrsta jarðolíustöð á Vestfjörðuni. Jafnframt voru lagðar leiðslur fram á bátahafnaruppfyllinguna til afgreiðslu fyr- ir skip, einkuin togara, sem telja það nauð- synjamál, að þeir geti hér fengið viðbót af jarðolíum, þegar á þarf að halda. Jafnframt hefur Olíusamlag útvegs- manna gert samninga við Olíuverzlun ís- lands h.f. og Shell h.f. urn að taka á leigu stöðvar þeirra og annast nú alla olíu- og benzínsölu á ísafirði.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.