Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1952, Síða 10

Ægir - 01.01.1952, Síða 10
4 Æ G I R --.lll '92B- -..l.ll... 1929 1 ,93°; 60 - 50 - IO - 10 - ?o - o - 1931 : 1. 1932' ■ - - -L 1933: .1 l934: 1. .1 1935 ; LLi 1936 ■..»l,.l.l.» l937: -lll.-. ■ . 938 ■ ■ ■ 1111 1939 : ■ - ■ ■ .... ...ll. . 1940: ;..ili 19411 .llll.1942 -■.■llll.- 1943 li II.-. . 1944 ...llli-1945 —l ll.~ 1946 ■.«■ i ll- 1947 lll. 1948 i..1949: LX ■ 1950: ■ ■■■■■- ■■ * 4 5 t 7 B « 10 IM2 13 14 IS lt fns 19 20 YEARS á að sýna okkur aldursdreifingu þorskstofnsins á vetrarvertíðinni sunnanlands á árunum 1928—1950. Hæð svörtu súlnanna táknar þann hundraðshluta, sem er af hverjum árgangi á hverju ári, en með ár- gangi er átt við fisk, sem fæddur er á sama ári. Árin 1928 og 1929 er árgangaskipanin nokkuð jöfn og síðara árið er fiskurinn orðinn allgamall. En árið 1930 gerist það, að allt í einu kemur inn geysi- lega sterkur árgangur, 8 ára fiskur, þ. e. árgangurinn 1922. Frá honum rennur meira en helmingur allrar veiðinnar og aflamagnið stóreykst, t. d. fékkst 61 þorskur á 1000 öngla í Vestmannaevjum árið 1929, en 151 árið eftir, og hafði aukningin því orðið 247%- Árið 1931 gerir árgangurinn 1922 67% af allri veið- inni og árið eftir 64%, en þá er kominn til sögunnai' nýr árgangur frá 1924 og tilheyrir 78% af allri veið- inni þessum tveim árgöngum, og það ár kemst afla- magnið upp í 195 þorska á 1000 öngla. Ef við fylgjumst með þessum tveim árgöngum þá sjáum við, hvernig árgangurinn 1924 t. d. smávex og er orðinn jafnsterkur árganginum 1922 árið 1934 og heldur forustunni bæði 1935 og 1936. Með báðum þessum árgöngum getum við fylgzt til ársins 1942, og er þá annar 20 ára, en hinn 18 ára. — Árið 1935 verð- um við varir við árg. 1926, sem hægt er að fylgjast með til ársins 1944. Árið 1937 kynnumst við fyrst árganginum 1931, en með honum getum við fylgzt til ársins 1947 o. s. frv. — Loks er þess að geta, að arið 1949 kemur enn nýr árgangur i gagnið, sem fædd- ur er 1942. Árið 1950 er 40% af honum í aflanum og enn meira síðastl. ár eða um 50%. Af þessu stutta yfirliti sjáum við nú, að eitt helzta einkenni stofnsins er, að hann í fyrsta lagi saman stendur af árgöngum af mjög mismunandi styrkleika °g ' öðru lagi, að greinilegt samhengi er á milli styrk- leika árgangsins og aflamagnsins. Til þess að átta sig betur á þessu hef ég reiknað út hve mikið liinir einstöku árgangar 1920—1936 hafa gefið í íslenzku veiðinni, 8—13 ára gamlir, og er það sýnt á mynd 2. Árgangurinn 1922 er þar langstærst- ur. Úr lionum höfum við fengið 705 þús. smál. eða 26% af öllum þessum 17 árgöngum. Næstur er ár- gangurinn 1924 með 298 þús. smál. eða tæp 11 %• Minnstur er árgangurinn 1927 með aðeins 18.6 þús. smál. eða aðeins 38. hluta af árg. 1922. Ótal margt fleira mætti segja um þenna mismunandi styrkleika árganganna, en læt þetta nægja, því að ég vona, að

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.