Ægir - 01.01.1952, Page 15
Æ G I R
9
„Hvernig stenzt þetta dóm reynslunnar?“
„Meiri hluti þeirra gagna, sem til er af
þorski síSan 1928, hefur verið ákvarSaður
aftur, m. a. með tilliti til þessa eins og ég
niinntist á i upphafi. Segja má, að spárnar
komi furðanlega heim við raunveruleik-
ann, og er það því betra, sem hin eldri
gögn eru oft af mjög skornum skammti.
Það er þvi vert að drepa á helztu atrið-
in, sem sett geta strik í reikninginn.
1. Gögnum ekki rétt safnað, svo að þau
gefa ekki rétta mynd af ástandi stofnsins.
Samsetning stofnsins getur verið nokkuð
breytileg yfir vertíðina.
2. Hinir einstöku árgangar geta orðið
nokkuð mismunandi kynþroska, þ. e. vaxt-
arhraði þeirra getur verið nokkuð breyti-
legur.
3. Dánartalan getur rokkað eitthvað til,
þó er það ekki fullrannsakað enn.
Við skulum nú að lokum athuga, hvernig
spáin kemur heim við hinar raunverulegu
sveiflur í aflamagninu, en það gefur í stór-
um dráttum til kynna um stærð stofnsins.
Mynd 5 skýrir þetta bezt. Fyrst skulum
við athuga, hvað feita línan „styrkleiki
stofnsins“ táknar. Ef við göngum rít frá
árinu 1932 og segjum, að á því ári sé stofn-
inn 1000 fiskar, þá segir spáin fyrir 1933,
að fiskmagnið eigi að minnka niður í 748,
eða um 25.2%. Spáin fyrir 1934 segir, að
nú eigi fiskmagnið að minnka um 28.9%,
svo að þessir 748 fiskar eru orðnir að 524
fiskuni það ár. Svona getum við haldið
áfram með hvert ár. Spáin gefur til kynna
stöðuga minnkun stofnsins fram til ársins
1937, en þá eru hinir upprunalegu 1000
fiskar aðeins orðnir 311. Árið 1938 á stofn-
inn að vaxa um 4.8%, og spáin gefur til
kynna vaxandi stofn fram til ársins 1944,
°g er hann það ár orðinn 605 fiskar. Eftir
það fer hann minnkandi alveg fram til árs-
ins 1950 og er þá kominn niður í 196 fiska.
Þetta línurit er eingöngu byggt á aldurs-
akvörðunum og á að sýna hlutfallslegan
styrkleika stofnsins. Hiin er alveg furðan-
lega regluleg.
Við skulum nú bera það saman við þær
raunverulgu upplýsingar, er við höfum um
þorskveiðina á þessu tímabili. Heildar-
þorskveiði íslendinga, afla pr. 1000 öngla
og afla pr. 100 togtima.
Það ber allt að saina brunni. Samræmið
er afargott, eins og allir geta séð. Það er að
minnsta kosti óhætt að segja, að spáin
virðist gefa til kynna allar meiri háttar
sveiflur í styrkleika stofnsins. — Hún sýn-
ir undantekningarlausa minnkun stofns-
ins á árunum 1931—1937 og aukningu
1938—1944. Ég er orðinn nokkurn veginn
sannfærður um, að við þekkjum að lang-
mestu leyti hin biólogisku grundvallarlög-
mál kynþroska hluta stofnsins, dánartöl-
una og hve mikið kemur inn af nýliðum á
hverju ári. Þekking okkar á yngri hluta
stofnsins er ekki eins örugg, en hefur þó
aukizt allmikið með merkingum undan-
farin ár.
Um orsakir hinna mismunandi sterku ár-
ganga er enn flest á huldu, við ráðuin tæp-
lega við það vandamál enn þá. Það er mjög
erfitt að segja, hvaða áhrif hinir einstöku
þættir í umhverfinu hafa á eggin og lirf-
urnar, til þess þarf fjölbreyttari athuganir
en eru á okkar færi í dag.
En svo framarlega sem aldursákvarð-
anir okkar gefa rétta mynd af stofninum,
og ég vil strika undir svo framarlega sem,
þá eigum við með nokkuð öruggri vissu að
geta sagt fyrir um allar meiri háttar sveifl-
ur í stofninum.“