Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1952, Blaðsíða 27

Ægir - 01.01.1952, Blaðsíða 27
Æ G I R 21 Jóhatin Magnússon. Hermann Kristinsson. bátinn á ný. Renndi nú björgunarskipið svo nærri meðfram Bangsa, að skipverjarnir þrir, sem eftir voru, gátu stokkið yfir á það. Þeir, sem björguðust, voru: Ásgeir Guðbjartsson skipstjóri frá ísafirði, Guð- mundur Rósmundsson stýrimaður, Bol- ungarvík og Guðmundur Karlsson vélstjóri frá ísafirði. Þeir, sem fórust, voru: Magnús lónsson og Ólafur Steinsson, báðir frá Bolungarvík, ungir menn og ókvæntir. Vélbáturinn Bangsi var 41 rúml., eign Einars Guðfinnssonar i Bolungarvík. Vélbáturinn Grindvíkingurferst. Föstudaginn 18. janúar voru allir bátar ú sjó úr Grindavík. Gerði versta veður þá uni daginn. Síðasti báturinn, sem þar náði höfn þann dag, kom kl. laust eflir sex. Um bl. 7 sást bátur við Þorkötlustaðanes og var kynt bál á þilfari hans. Þrátt fyrir versta veður og ófærð brá björgunarsveit staðarins skjótt við, því að auðsætt var, að báturinn var í nauðum staddur. Þegar nienn komu út á nesið, var báturinn horf- lnn. Um miðnætti tók að reka úr honum. Varð brátt ljóst, að þarna hafði farizt v/b Grindvikingur ásamt allri áhöfn, fimm niönnum. Lik þeirra félaga allra rak nokkru síðar. Með Grindvíkingi fórust þessir menn: Jóhann Magnússon, skipstjóri, 24 ára. Lætur eftir sig eitt barn. Sigfús B. Arnason. Valgeir Valgeirsson. Þorualdur J. Krisijánsson. Þorvaldur J. Krisjánsson, stýrimaður, 25 ára, kvæntur og átti tvö börn. Hermann Kristinsson, 1. vélstjóri, 23 ára, lætur eftir sig unnustu. — Hermann og Þorvaldur voru systrasynir. Sigfús Bergmann Árnason, háseti, 36 ára, ókvæntur. Allir voru menn þessir búsettir í Grinda- vík. Fimmti maðurinn var Valgeir Valgeirs- son háseti, 36 ára, frá Norðurfirði á Ströndum. Grindvíkingur var 65 rúml., smíðaður á Akranesi 1945. Eigandi hans var hluta- félagið Ingólfur í Grindavík. Laxfoss strandar. í sama óveðrinu, sem Grindvíkingur fórst, strandaði vélskipið Laxfoss skammt frá Nesvík á Kjalarnesi. Laxfoss var á leið frá Akranesi til Reykjavíkur. Á skipinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.