Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.01.1952, Qupperneq 51

Ægir - 01.01.1952, Qupperneq 51
Æ G 1 R 45 Þorsknótaveiái Norámanna. Norskum skipum, sem veiða þorsk í herpinót fjölgar stórlega með hverju ári. Veiðarfæri þetta er tiltölulga nýtt í Noregi, en hefur gefizt ágætlega. í fyrra voru not- aðar á sjötta hundrað slíkar nætur við Ló- fót, en í ár er gert ráð fyrir að þær verði um 900. Það er því ekki smáræðis floti, sem byggir veiðar sínar á þessu veiðarfæri, þar sem tveir bátar eru um hverja nót. Gerðar hafa verið ráðstafanir til að fá eina slíka nót frá Noregi til reynslu hér, en þar sem verksmiðjum gengur erfiðlega að fullnægja eftirspurninni heima fyrir, er ekki auðhlaupið að því að ná í þorskanót og er vonlaust talið, að hægt verði að reyna hana hér við land á þessari vertið. ☆ Hásetahlutir Akureyrartogara. Samkvæmt jiví, sem blöð á Akureyri skýra frá, voru hásetahlutir á togurum Út- gerðarfélags Akureyrar h/f síðastl. ár 43— 51 þús. kr. að meðaltali. Hásetahlutur á tog- aranum Jörundi var hins vegar um 70 þús. kr. Munar þar milcið um hinn ágæta síldar- afla skipsins síðastl. sumar, en Jörundur var aflahæsta skip sildveiðiflotans. ☆ Veráur reist nýtízku hraðfrystihús á Akureyri? í vetur kaus bæjarstjórn Akureyrar nefnd lil þess að athuga möguleika á því að koma upp nýtizku hraðfrystihúsi þar í bæ. Gisli Hermannsson verkfræðingur var feng- lnn til þess að teikna húsið og gera kostnað- aráætlun. Samkv. áætlun Gísla er gert ráð fyrir, að húsið verði 7000 teningsmetrar, er rúmi fiskmóttöku, vinnusali fyrir 40 ragara og 60 pakkara, snyrtiherbergi og haffistofu fyrir 120 manns, frystiklefa, er rúmi 10—12 frystitæki, geymslur fyrir 1500 smál. af frystum fiski, geymslur fyrir umbúðir og' vélarrúm. Gísli áætlar að húsið sjálft kosti 1 400 þús. kr. og ein- angrun þess 650 þús. kr. Vélar og upp- setning þeirra 1 140 þús. kr„ vinnslutæki 480 þús. kr„ ísframleiðslutæki, miðað við 15 smál. á sólarhring, 300 þús. kr. og óviss útgjöld 230 þús. kr„ eða alls 4.2 milljónir króna. Rekstursáætlun fyrir þetta liús er miðuð við 100 daga vinnslu, um 90 smál. á dag, eða að alls verði unnið úr 9000 smál. Fisk- magnið skiptist þannig: 5000 smál. karfi, 2170 smál. þorskur, 510 smál. ýsa, 300 smál. steinbítur, 500 smál. ufsi, 300 smál. flatfiskur og 300 smál. lúða. Úr þessu rnagni er gert ráð fyrir að fáist 2170 smál. af fullunninni vöru. Rekstursáætlunin gerir ráð fyrir 17 millj. króna umsetningu og 135 þús. kr. hagnaði á ári. ☆ Síldarsala til Austur-Þýzkalands. í byrjun þessa árs gerðu Norðmenn samn- ing um sölu á saltsíld til Austur-Þýzka- lands. Samkv. honum kaupa Austur-Þjóð- verjar 160 þús. tn. af síld og eiga % þess magns að afhendast í vor, en hitt næsta haust. Sagt er, að % af síldinni eigi að vera stórsíld, en hitt vorsíld. Söluverð þessa síldarmagns er 1 840 þús. dollarar. ☆ Aukinn fiskútflutningur Dana. Síðastl. ár juku Danir fiskútflutning sinn til Bandaríkjanna um rösklega 2 millj. kr. Hann var 5.1 millj. kr. 1950, en 7.2 millj. kr. 1952. Grænlandsafli Dana var um 5.700 smál., og af honum voru 4 þús. smál. flutt- ar beint frá Grænlandi til markaðslanda. Heildarandvirði fiskafurða Dana á Græn- landi var um 9.8 millj. d. krónur.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.