Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 15.12.1955, Qupperneq 6

Ægir - 15.12.1955, Qupperneq 6
324 ÆGIR Sveinti Benediktsson: SÍLDARVERKSMIÐJUR RÍKISINS 25 ÁRA I•æitir úr síldveiðisögu tslendinga Hinn 19. júlí s.I. var liðinn aldarfjórðungur frá því Síldarverksmiðjur ríkisins hófu starfsemi sína á Siglufirði. Yfirlit það eftir Svein Benediktsson, núver- andi formann stjórnar Síldarverksmiðja ríkisms, sem hér fer á eftir og fjallar um sögu síldveiða hér við land og þróun Síldarverksmiðja ríkisins, er að meginhluta erindi, er Sveinn flutti á Siglu- firði í tilefni afmælisins. Síldarverksmiðjur ríkisins hafa um langt skeið verið stærsta atvinnufyrirtæki í landinu og haft ómetanlega þýðingu fyrir síldveiðarnar. Eru þetta merkileg tímamót í sögu verksmiðjanna og hefur Ægir því farið þess á leit við Svein að fá yfirlit þetta til birtingar. Ritstj. Hinn 19. júlí 1930 hófu Síldarverk- smiðjur ríkisins starfsemi sína. Þann dag fyrir 25 árum var tekið á móti fyrstu síld- inni í fyrstu verksmiðju Síldarverksmiðja ríkisins á Siglufirði. Þykir rétt að minnast þessa viðburðar með því að rekja nokkra þætti í síldveiði- sögu íslendinga og sögu verksmiðjanna. Litlar sögur fara af síldveiði Islendinga á fyrri öldum, enda mun síldveiði ekki hafa verið stunduð hér við land fram á síðari hluta nítjándu aldar nema lítið eitt með ádráttarnetjum á einstaka stað, aðallega við Eyjafjörð og í Hafnarfirði. Örnefnið „Síldarmannagata" er nefnt í Harðarsögu, og er leið úr Hvalfjarðar- botni í Skorradal ofanverðan enn nefnd því nafni. „Síldargarðar" er örnefni í Grafarvogi, sem bendir á, að þar hafi síld verið veidd með því að girða fyrir hana að nokkru leyti með grjótgörðum, og girða síldina þannig inni og ná henni svo með útfallinu. Þessi veiði var svo lítil og stopul, að hún hafði litla sem enga þýðingu fyrir afkomu landsmanna. Sveinn Benediktsson. í „Lítilli fiskibók“ segir Jón Sigurðsson árið 1859: „Skoðum vér fyrst tegundir fiskjarins, sem veiddur er, þá er það helzt þorskveið- in, sem menn leggja alúð við, en þó síldin sé í stöppu bæði djúpt og grunnt, þá er henni lítill sem enginn gaumur gefinn“. „Síldin er sú fisktegund, sem á öllum öldum hefur verið hin mesta auðsupp- spretta fyrir löndin“. Forsetinn hvatti landa sína til að hefj- ast handa um síldveiði, að dæmi annarra þjóða, en sökum deyfðar, vankunnáttu og

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.