Ægir

Volume

Ægir - 15.12.1955, Page 10

Ægir - 15.12.1955, Page 10
Æ GIR 328 út á handfæri vor og haust, en á reknet í ágúst og september. Héldu þeir þessari út- gerð áfram í 16 ár. Ottó Tnlinius. Eyfirðingar byrjuðu reknetaútgerð sumarið 1903. Jókst reknetaútgerð Islend- inga næstu ár, en landnótaveiðin hvarf að mestu úr sögunni eins og áður segir. Norskur skipstjóri, Benedikt Mannæs, sem stundað hafði síldveiðar með reknet- um hér við land fyrstur manna, fór árið 1901 til Ameríku til þess að kynna sér veiðiaðferðir þar við síldveiðar. Kom hann heim til Noregs úr þessari för árið 1902 með ameríska herpinót og kenndi mönn- um meðferð þessa veiðarfæris. Voru fyrstu tilraunir til síldveiða með herpinót gerðar hér við land fyrir Norðurlandi sumarið 1903. Ilans L. Falk, útgerðarmaður í Stavang- er, sendi tvö skip til íslands sumarið 1904 búin herpinótum. Nam afli þessara skipa samtals 5.700 tunnum. Varð þessi góði árangur til þess að auka mjög trú manna á þessari veiðiaðferð, sem nú ruddi sér óð- um til rúms við síldveiðar Norðmanna og síðar hjá Islendingum. Með herpinótinni var komið til sögunn- ar síldveiðarfæri, sem hægt er að veiða síldina í á rúmsjó, ef hún veður í torfum og til hennar sést í sæmilegu veðri. Einnig nægir oft á tíðum, að litarbreyting á sjón- um sýni, að þar séu síldartorfur á ferð, og er þá sagt, að mori fyrir síldinni og nót- inni kastað á morið. Dæmi eru til þess, að í einu kasti með herpinót hafi fengizt í nótina þúsund mál síldar eða meira, þótt algengast sé, að köstin séu miklu smærri. Á þeim rúmum fimmtíu árum, sem liðin eru síðan farið var að nota þetta veiðar- færi hér við land, hafa verið gerðar á því miklar endurbætur, og einnig á nótabát- unum, sem herpinótinni er kastað úr. Þá hefur og hringnótin, sem er afbrigði herpi- nótarinnar, einnig reynzt vel og mjög rutt sér til rúms hin síðari ár, svo að megin- hluti þeirra skipa, sem gerður er út á síld- veiðar fyrir Norðurlandi, er búinn hring- nótum. Flest nota hringnótaskipin sérstak- an nótabát til að kasta nótinni úr, nema m/s „Fanney“, sem kastar nótinni af sér- stökum palli aftan á skipinu, eins og tíðk- ast hjá síldveiðiskipum á vesturströnd Ameríku. „Fanney“ er eign S.R. og Fiski- málasjóðs, smíðuð 1945 með amerísku lagi síldveiðiskipa undir eftirliti Ingvars Ein- arssonar, sem var fyrsti skipstjóri á skip- inu og sannaði, að hér mátti veiða með þessari aðferð. Segja má, að síldveiði íslendinga sjálfra hefjist ekki fyrir alvöru fyrr en skömmu eftir að Norðmenn fóru að beita herpinót- inni við veiðarnar hér við land. Fyrstu til- raunirnar með herpinótaútgerð gerðu Ágúst Flygenring og bræðurnir Sveinn og Jón Einarssynir 1906. Tveir fyrstu togararnir fóru á síldveið- ar 1908 og voru þeir skipstjórar Halldór Kr. Þorsteinsson og Hjalti Jónsson. Á næstu árum voru þeir helztu braut- ryðjendur í síldarútgerð Thor Jensen, Otto

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.