Ægir - 15.12.1955, Qupperneq 15
ÆGÍ U
333
Síldarverksmiðjur ríkisins á Siglufirði 1931.
vélanna, og fest voru kaup á helztu vélum
og efni til þessara framkvæmda.
Varð þessi för til þess, að takast mátti
að reisa síldarverksmiðjuna á Raufarhöfn
fyrir síldarvertíð 1940, en svo skall hurð
nærri hælum, að helztu vinnsluvélarnar í
Raufarhafnarverksmiðjuna fóru frá Nor-
egi með skipi, sem sigldi þaðan daginn
fyrir innrásina í landið.
Vélarnar í Dr. Pauls-verksmiðjuna kom-
ust ekki frá Noregi vegna styrjaldarinnar,
Jón Gunnarsson.
svo að kaupa varð vélarnar til stækkunar
þeirrar verksmiðju frá Bandaríkjunum
og tafðist stækkunin um eitt ár af þeim
sökum.
Þessi stækkun á síldarverksmiðjunum
varð til ómetanlegra hagsbóta fyrir síldar-
útveginn á næstu árum. Meðan á styrjöld-
inni stóð byggðist síldarútvegurinn fyrst
og fremst á því, að síldarverksmiðjurnar
veittu aflanum móttöku, því að saltsíldar-
markaðurinn var að mestu lokaður.
Stjórn S.R. hefur beitt sér fyrir dýpkun
hafnarinnar á Raufarhöfn, og var fyrsta
dýpkunin framkvæmd 1940 og 1941.
Á árunum 1927 til 1944 var síldarafli
góður, að árinu 1935 undanskildu. Sum
árin á þessu tímabili voru afbragðsaflaár,
og fóru þá stórkostleg verðmæti forgörð-
um sökum skorts á nægum síldarverk-
smiðjum. Sem dæmi um þetta vitna ég í
bréf verksmiðjustjórnarinnar til ríkis-
stjórnar og Alþingis, dags. 11. ágúst 1942,
þar segir svo m. a.:
„Þegar Síldarverksmiðjur ríkisins hófu
i