Ægir

Árgangur

Ægir - 15.12.1955, Blaðsíða 20

Ægir - 15.12.1955, Blaðsíða 20
338 ÆGIR lega, að á þessum 10 aflabrestsárum er tal- ið, að vér íslendingar höfum farið á mis við síldarafla, sem nemur um 2 þúsund Víðir II, GK 275. Skipstjóri Eggert Gíslason. milljónum króna að útflutningsverðmæti, miðað við að fengizt hefði meðalafli næstu 10 ára á undan. Ýmsir íslendingar hafa fyrr og síðar skrifað um síldveiðar, má m. a. nefna: Jón Eiríksson konferenzráð: „Nokkrar hugvekjur um veiði og verkun á laxi, síld og öðru sjófangi" í 3. bindi Rits Lærdóms- listafélagsins árið 1782. Magnús Stephensen dómstjóri í Eftir- mælum átjándu aldar. Jón Sigurðsson forseti í Nýjum félags- ritum og Lítilli fiskibók 1859. Einar Ásmundsson í Nesi í verðlauna- riti: „Um framfarir Islands", 1871. Árni Thorsteinsson landfógeti: „Um síld og síldveiðar" í Tímariti Bókmennta- félagsins 4. árg. 1883. Oddur V. Gíslason prestur: Fiskiveiða- mál II.: „Hafsíldin, veiðiaðferð, ísing, nýt- ing“, 1887. Bjarni Sæmundsson fiskifræðingur rit- aði mikið um síld í Andvara, svo og í Fisk- unum 1926 og í blaðagreinum, sem endur- prentaðar eru í „Um láð og lög“ 1943. Matthías Þórðarson, fyrrum ritstj. „Æg- is“, hefur ritað manna mest um síldveiðar. M. a. hefur hann gefið út: „Síld og síldar- verzlun“ 1929 og „Síldarsögu Islands", 2. útg. 1939. Magnús Vagnsson síldarmatsstjóri rit- aði mikið og fróðlega um síldarverkun. Ástvaldur Eydal licentiat hefur ritað bækurnar „Síldveiðar og síldariðnaður“ 1941 og „Havets silver“ 1944. Trausti Ólafsson efnafræðingur ritaði 1943: „Rannsókn á rekstri Síldarverk- smiðja ríkisins“ (nefndarálit). Árni Friðriksson fiskifræðingur: „Norð- urlandssíldin", 1944. Loks hafa þeir Böðvar Bjarkan, Björn Líndal, Pétur A. Ólafsson, Sigurjón Ólafs- son skipstjóri, Finnur Jónsson, Óskar Hall- dórsson og Davíð Ólafsson skrifað hver um sig fjölda blaðagreina um síldveiðar. íslenzku fiskifræðingarnir hafa jafnan gefið síldinni og göngum hennar mikinn gaum. Dr. Bjarni Sæmundsson hvatti á sínum tíma mjög til hagnýtingar á síldinni. Dr. Árni Friðriksson hefur um langt skeið fengizt við rannsóknir á göngu Norður- landssíldarinnar og hefur, eins og áður segir, skrifað bók um göngur hennar, þar sem settar eru fram nýjar kenningar um ferðir síldarinnar, sem síðan hafa sannazt í verulegum atriðum, þótt margt sé á huldu og heildarmynd enn óskýr. Dr. Hermann Einarsson hefur einn- ig rannsakað göngur síldarinnar af gaum- gæfni og birt um þær mjög fróðlegar rit- gerðir. Síldarleit úr lofti hefur verið stund- B/v Jörundur EA SS5. Skipstjóri Guðmundur Jörundsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.