Ægir

Årgang

Ægir - 15.12.1955, Side 21

Ægir - 15.12.1955, Side 21
ÆGIR 339 uð með góðum árangri samfleytt síðan 1939. Á árunum 1929—31 hafði einnig farið Sigurður Jónsson, framkvstj. SR. fram síldarleit úr lofti og var dr. Alexand- er Jóhannesson aðalhvatamaður þess. Veitt hefur verið mikið fé til veiðitil- rauna á síld með nýjum aðferðum og marg- víslegar tilraunir gerðar. Tilraunirnar hafa borið þann árangur, að sýnt er að veiða má síld í hina svonefndu Akranes- vörpu. Ekki hefur þó enn tekizt að afla svo mikillar síldar með því veiðarfæri, að um arðvænlega útgerð sé að ræða. Varðskipið „Ægir“ hefur verið búið Vilhjálmur Guömundsson. asdictækjum af mjög fullkominni gerð, bátum og síldarnót. í sumar leitar skipið síldar og gerir tilraunir til síldveiða með þessum tækjum, en Norðmenn höfðu orðið fyrstir til þess að nota asdictæki að ráði við síldveiðar. Nokkur íslenzk síldveiðiskip höfðu asdic- tæki í fyrra og notuðu þau með góðum árangri, og hafa því mörg skip fengið sér þetta tæki til notkunar í sumar. Einkum hefur fengizt góð reynsla á þessu tæki hjá Eggert Gíslasyni, skipstjóra á „Víði II.“, GK 275. Síldin er í sjónum, en hafstraumarnir hafa breytzt og sildin gengur ek:-:: að ráði inn í flóa og firði eins og hún gerði áður að jafnaði, um langan aldur. Hún er á Ámi Friðriksson. yztu vöstum úti í hafdýpinu og veður sjald- an á yfirborði. Með asdictækjunum og bergmálsdýptar- mælum eru komin tæki til sögunnar, sem gera fært að skyggnast um Ægissali hátt og lágt, og til ferða síldarinnar sést hvar sem hún er á ferð í torfum, ef komið er á þær slóðir með hin nýju tæki. í framtíð- inni verða væntanlega sendar flugvélar búnar radartækjum til síldarleitar. Það liðu 45 ár frá því að Norðmennirn- ir, sem fyrstir komu hingað til lands með landnætur til síldveiða, sáu síldartorfurn- ar vaða á rúmsjó fyrir Norðurlandi og gátu ekkert aðhafzt, þar til landar þeirra komu með herpinótina og jusu síldinni

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.