Ægir

Volume

Ægir - 15.12.1955, Page 22

Ægir - 15.12.1955, Page 22
340 ÆGIR Nótabátar að snurpa. upp með henni, hvar sem hún óð í torfum á yfirborði sjávar. Nú sjá frændur vorir og vér sjálfir til síldarinnar oft á tíðum undir yfirborði, en getum að jafnaði ekki náð til hennar, því að oss skortir til þess veiðitækni. Á 20. öldinni gerist það á mánuðum eða vikum, sem gerðist á árum eða áratugum á 19. öld, eða aldrei varð. Spá mín og von er því sú, að áður en langt um líður muni takast að veiða síld- ina með nýjum aðferðum og hún fylli þrær og söltunarpalla eins og forðum, hvort sem hún leggur leið sína inn í firði og flóa landsins eða sækja verður hana á yztu vastir. Jafnan skiptast á skin og skuggar, og þótt síldveiðin hafi brugðizt undanfarin ár, mun aftur rætast úr og síldveiðin verða Islendingum til ómetanlegra hagsbóta. INGÓLFS APÓTEK AÐALSTRÆTI 4. (Gengið inn frá Fischersundi) er næst höfninni og því hægast að ná í meðalakistuna þar. MEÐALAKISTUR SKIPA eru skoðaðar þar og í þær bætt því, sein með þarf samkvæmt gildandi tilskipun. ÞAR ER FLJÓT OG TRYGG afgreiðsla á lyfseðlum, lyfjum og sáraumbúðum. Þess vegna eru menn ánægðir með viðskiptin í Ingólfs Apóteki,

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.