Ægir - 15.12.1955, Side 35
ÆGIR
353
Björgunarski'p.
„Fiskiþingið lýsir ánægju sinni yfir
áhuga fiskideildanna á Snæfellsnesi og
undirtektir almennings við Breiðafjörð um
fjársöfnun til björgunarskips Breiðafjarð-
ar, og væntir þess, að ríkisvaldið veiti
þeim fyllsta stuðning um byggingu þess.
Jafnframt skorar Fiskiþingið á land-
helgisgæzluna að annast sem bezt gæzlu
og björgunarstarf á þessum slóðum“.
Beitumál.
„Fiskiþingið telur að vanda beri fryst-
ingu og geymslu beitusíldar og bendir á
í því sambandi, að sjálfsagt sé að meta síld
þá, sem frysta á, og að geymsla og flutn-
ingur beitusíldar sé undir eftirliti mats-
manna. Felur þingið stjórn Fiskifélagsins
að vinna að framgangi málsins“.
Eyðing háhyrnings.
„Fiskiþingið telur brýna nauðsyn á, að
haldið verði áfram tilraunum þeim til eyð-
ingar háhyrnings, sem gerðar hafa verið
undanfarin ár, vegna þess mikla tjóns,
sem illhveli þetta hefur valdið síldarútveg-
inum við Suðvesturland.
Mælir Fiskiþingið með því, að flugvélar
með sprengjukasti verði notaðar í þessu
skyni, enda virðist fengin reynsla benda
til að góðs árangurs af þeim aðgerðum sé
að vænta.
Treystir Fiskiþingið því, að fjárveit-
ingarvaldið sýni þessum tilraunum fullan
skilning um fjárframlög“.
Fiskiklak.
„Fiskiþingið felur stjórn Fiskifélags Is-
lands að fylgjast vel með öllum nýjung-
um, sem fram kunna að koma í tilraunum
annarra þjóða um gagnsemi fiskiklaks.
Jafnframt væri æskilegt, að Fiskifélag-
ið beitti sér fyrir slíkum tilraunum hér á
landi“.
Afurða- og rekstrarlán útvegsins.
A. Afurðalán.
Fiskiþingið telur sjálfsagt, að lán út á
framleiðsluvörur útvegsins hækki verulega
frá því, sem nú er, og bankarnir á þann
hátt örvi sem mest útflutningsframleiðsl-
una.
Telur Fiskiþingið nauðsynlegt, að um
afurðalánin gildi almennar reglur og allir
þættir útflutningsframleiðslunnar njóti
sömu hlutfallstölu um afurðalán af áætl-
uðu söluverði eða ákveðnu söluverði, þegar
varan er seld á föstu verði fyrirfram.
Jafnframt telur Fiskiþingið, að bank-
arnir ættu að styðja að því eftir fremsta
megni, að útgerðarmenn fullvinni sjálfir
afla sinn og með því fái grundvöll til
bættrar afkomu útgerðarinnar.
Þá beinir Fiskiþingið því til fjármála-
ráðherra, viðskiptamálaráðherra og bank-
anna í sameiningu, að gera afgreiðslu af-
urðalánanna greiðari en nú er.
B. Rekstrarlán.
Fiskiþingið bendir ríkisstjórn, Alþingi
og bönkunum á þá staðr^ynd, að útgerð
vélbáta og togara muni stöðvast að meira
eða minna leyti, ef útgerðin fær ekki veru-
lega aukin rekstrarlán, frá því sem nú er,
a. m. k. í samræmi við hækkandi verðlag
og tilkostnað og staðgreiðslufyrirkomulag,
sem nú er upp tekið.
Beinir Fiskiþingið því til Alþingis og
ríkisstjórnar, að láta nú þegar fara fram
skjóta athugun þessara mála, sem lögð
verði til grundvallar fyrir komandi vetrar-
vertíð.
Greinargerð.
Það er kunnara en frá þurfi að segja,
hve dýrtíðarbólgan hefur farið ört vaxandi
hérlendis mestan part líðandi árs, og eyg-
ist hvergi enn, að á því verði nokkur stanz.
Víðast leggst þungi dýrtíðarbólgunnar
fast á, en hvergi jafnfast sem á framleiðslu
sjávarútvegsins, sem byggist á vinnuafli
dugmikilla manna, sem eru allir vegir
færir, og víða og sem skjótast verða
margt í bú að draga meðan vertíð stendur.
Má hiklaust segja, að útgerðarmenn verði
oftast að sæta hæstu kröfum, enda hingað