Ægir

Árgangur

Ægir - 15.06.1970, Blaðsíða 4

Ægir - 15.06.1970, Blaðsíða 4
194 ÆGIR lestir í 19 sjóferðum. Gæftir voru góðar. Hæsti bátur á tímabilinu var Þorlákur helgi með 39 lestir í 4 sjóferðum. Heildar- aflinn á vertíðinni var alls 2.951 lest, (þar af 487 lestir, sem var landað í Þorlákshöfn og er innifalið í heildaraflanum þar), en var á sama tíma í fyrra 2.652 lestir. Afla- hæstu bátar á vertíðinni voru: Lestir Sjóf. Þorlákur helgi 770 80 Jóhann Þorkelsson 657 77 Skipstjórinn á m.s. Þorláki helga var Sverrir Bjarnfinnsson. Þorlákshöfn: Þaðan stunduðu 9 bátar veiðar með net og var afli þeirra á tímabil- inu 285 lestir í 41 sjóferð. Auk þessa var afli aðkomubáta 803 lestir, þar af 463 lest- ir af spærlingi. Gæftir voru góðar. Hæstu bátar á tímabilinu voru: Blakkur 65 lestir Friðrik Sigurðsson 48 — Heildaraflinn á vertíðinni var alls 18.343 lestir (þar af spærlingur 843 lestir), en var í fyrra á sama tíma 16.276 lestir. Afla- hæstu bátar á vertíðinni voru: Friðrik Sigurðsson með 1198 lestir Þorlákur ÁR 5 með 1038 — Ögmundur með 991 — Skipstjóri á m.s. Friðriki Sigurðssyni var Guðmundur Friðriksson. Grindavík: Þaðan stunduðu 48 bátar veiðar og var afli þeirra á tímabilinu sem hér segir: 38 bátar með net Lestir 1.480 Sjóf. 179 8 — — botnvörpu 322 79 2 — — línu 16 14 48 bátar alls með 1.818 272 Auk þessa var afli aðkomubáta 457 lest- ir. Gæftir voru góðar. Hæstu bátar á tíma- bilinu voru: Lestir Sjóf. Albert 133 7 Guðm. Þórðarson 121 9 Þorbjörn II 96 8 Heildaraflinn á vertíðinni varð alls 41.156 lestir, en var í fyrra á sama tíma 36.160 lestir. Aflahæstu bátar á vertíðinni voru: Lestir Sjóf. Geirfugl 1.704 87 Albert 1.519 77 Arnfirðingur 1.502 92 Skipstjóri á m.s. Geirfugli var Björgvin Gunnarsson. Sandgeröi: Þaðan stunduðu 28 bátar veiðar og var afli þeirra sem hér segir Lestir Sjóf. 12 bátar með net 344 53 8 — — botnvörpu 262 33 5 — — línu 89 23 3 — — handfæri 28 21 28 bátar alls með 723 130 Auk þessa var afli aðkomubáta 285 lest- ir. Gæftir voru góðar. Hæstu bátar á tíma- bilinu voru: Náttfari með 91 lest Steinunn gamla — 57 lestir Þorri — 52 — Heildaraflinn á vertíðinni varð alls 19.926 lestir, en var í fyrra á sama tíma 13.925 lestir. Aflahæstu bátar á vertíðinni voru: Þorri með 1.058 lestir Víðir II — 829 — Bergþór — 803 — Skipstjórinn á m.s. Þorra var Hákon Magnússon. Keflavík: Þaðan stunduðu 40 bátar veið- ar og var afli þeirra sem hér segir: 31 bátur með net Lestir 1.317 Sjóf. 181 5 — — botnvörpu 88 14 4 — — línu 173 28 40 bátar alls með 1.578 223 Auk þessa var afli aðkomubáta og op- inna vélbáta 162 lestir. Gæftir voru góðar. Hæstu bátar á tímabilinu voru: Lestir Sjóf. Lómur 121 8 Helga RE 100 9 Hamravík 98 8

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.