Ægir

Árgangur

Ægir - 15.06.1970, Blaðsíða 16

Ægir - 15.06.1970, Blaðsíða 16
206 Æ GIR Gunnar Flóvenz: Saltsíldarframleiðslan 1969 ]. NurAur- Ausiurluadssílil. Undirbúningur vertiðar. Af viðræðum þeim og bréfa- skiptum, sem fram fóru í byrjun árs 1969 milli Sílclar- útvegsnefndar og samtaka útgerðar- manna og sjó- manna, mátti ætla að mun meiri áherzla yrði lögð á söltun um borð í íslenzkum veiði- skipum sumarið 1969 en árið áður og gizkuðu sumir þessara aðila á, að 50— 80 íslenzk veiðiskip myndu stunda sjósölt- un á sumarvertíðinni. Árið áður var salt- að í 66.484 tunnur um borð í samtals 57 skipum, en þá voru tiltölulega fá veiðiskip sérstaklega gerð út á síldveiðar með söltun um borð fyrir augum. Töldu því margir, að ef aflabrögð yrðu svipuð og árið áður, gæti magn sjósaltaðrar síldar auðveldlega komizt upp í allt að 150 þús. tunnur á vertíðinni. Hinn 7. marz hélt Síldarútvegsnefnd fund með fulltrúum frá félögum síldar- saltenda, Landssambandi íslenzkra útvegs- manna, Farmanna- og fiskimannasam- bandi íslands, Sjómannasambands Is- lands og samtökum síldveiðisjómanna. Auk þess sátu fundinn formaður og varafor- maður 5-manna nefndar þeirrar, er skip- uð var 20. febrúar 1968 til að gera tillög- ur um hagnýtingu síldar á fjarlægum mið- um sumarið 1968. Á fundinum voru rædcl ýmis mál varð- andi undirbúning nýrrar vertíðar og komu m. a. fram óskir þess efnis, að Síldar- Grein þessi átti að koma í g-reinaflokknum „Sjávarútvegurinn við áramót“, en varð af ýmsum ástæðum nokkuð síðbúin. arútvegsnefnd og Landssamband íslenzkra útvegsmanna beindu þeim tilmælum til Sjávarútvegsráðuneytisins, að skipuð yrði 5—7 manna nefnd, er hafa skyldi svipuð verkefni með höndum og 5-manna úthafsnefndin hafði árið áður. I samræmi við þessar óskir fundarins skipaði sjávarútvegsráðherra hinn 2. apríl 6 rnenn í hina nýju „úthafsnefnd" og var Jón L. Arnalds, deildarstjóri, skipaður formaður nefndarinnar. Útgerðarmenn og sjómenn gerðu ráð fyrir, að skipin myndu halda á síldarmiðin í byrjun júní og lögðu þessir aðilar mikla áherzlu á, að allt yrði gert, sem unnt væri, til að tryggja fyrirframsölu á sem mestu magni og að sérstök áherzla yrði lögð á að selja snemmveidda síld með lágu fitu- magni. Hinn 2. júní hélt Síldarútvegsnefnd fund með útgerðarmönnum og skipstjórnar- mönnum þeirra skipa, sem ráðgert var að send yrðu í söltunarleiðangra til síldai'- miðanna í norðurhöfum. Á fundinum mættu fulltrúar „úthafsnefndarinnar" og skýrðu þeir frá bráðabirgðalögum og reglu- gerð, sem þann dag voru gefin út um flutn- ing á sjósaltaðri og ísvarinni síld frá fjav- lægum miðum. Voru lögin sett í samrænn við tillögur „Úthafsnefndarinnar". Að venju óskaði Síldarútvegsnefnd eftn’ því við Jakob Jakobsson, fiskifræðing, hann léti nefndinni 1 té skýrslu um ástand síldarstofnanna og veiðihorfur og bars skýrsla Jakobs nefndinni fyrrihluta mai- mánaðar.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.