Ægir

Árgangur

Ægir - 15.06.1970, Blaðsíða 11

Ægir - 15.06.1970, Blaðsíða 11
ÆGIR 201 nieð því að hafa neðri pokann opinn, svo að leirinn fari út aftur. Oft reyndist nauð- synlegt að grípa til þessa ráðs á Hafþór. Fundur rækjumiðanna við Grímsey hef- ur glætt mjög áhuga Norðlendinga á i'ækjuveiðum. Tveir bátar, einkum þó mb. >,Arnar“ frá Dalvík, hafa þegar hafið til- raunaveiðar. Eins og reyndar fram hefur komið í fréttum, hafa tilraunir þessar tekizt eftir aðstæðum vel, en enn er þó uiörgum mikilvægum spurningum ósvarað varðandi framtíðarmöguleika við veiðar þessar. Þannig er ekkert hægt að fullyrða um hegðun rækjunnar fyrir Norðurlandi, en ýmislegt bendir þó til þess, að rækjan kunni að ganga grynnra eftir því sem líður á vorið. Þau rök, sem þar að hníga, eru: 1) Sú staðreynd, að rækjan myndar göng- ur svipað og fiskur, og hafa rækjugöngur ?ft fundizt, einkum síðla vetrar, á leið inn ísafjarðardjúp. Einnig virðist rækja ganga tilogfráí Húnaflóa. 2)Samkvæmt athugun- Uln sjómanna fyrir Norðurlandi, kemur því 'Ueiri rækja upp úr fiski veiddum á grunn- slóð því lengra sem líður á veturinn. Skylt er þó að taka fram, að í nýafstöðn- um leiðangri fékkst oft rækja upp úr fiski, Þar sem rækjuveiði var dræm. 3) Botnlag vii'ðist vera ákjósanlegt fyrir rækju á grunnmiðum allt frá Skagafirði til Axar- fjarðar, í misríkum mæli þó. Því miður hefur Hafrannsóknastofnun- 111 ekki möguleika á að halda áfram rækju- leit fyrir norðan í bráð, og værí því afar býðingarmikið, að Norðlendingar sjálfir héldu áfram veiðum og leit í aukn- um mæli, því að líkur benda til þess, að rækjuveiðar mætti stunda hluta úr árinu. 6- Lokaorð: Hafrannsóknastofnunin hefur í hyggju að halda áfram rækjuleit víðar við landið. kannig er áformað að leita fyrri hluta uprílmánaðar á humarmiðum við Suðvest- Ur' og Suðurland til þess að fá úr því skorið, hvort möguleikar á sameinaðri humar- og i’ækjuveiði eru fyrir hendi. I því skyni hef- Ur Hafrannsóknastofnunin látið útbúa tveggja-poka vörpu líka í sniðum og hum- arvörpu en með „síu“ og fínriðinn efri- poka fyrir rækju. I maí er áætlað að leita við Suðaustur- og Austurland, þar sem leit á þeim slóðum síðustu daga febrúarmán- aðar gaf ekki árangur. Höfundur þessarar greinar þakkar hér með norðlenzkum sjómönnum og öðrum áhugamönnum um rækjuveiði fyrir nyt- samlegar upplýsingar og mikinn áhuga. Gunnari Pálssyni skipstjóra á Hafþór, skipshöfn hans og þátttakendum Haf- rannsóknastofnunarinnar í leitinni kann hann og beztu þakkir fyrir ánægjulegt samstarí og mikinn áhuga við leit og til- raunir. 7. English summary: The Icelandic fishery for deep sea prawn (Pandalus borealis) is limited to a few inshore gi'ounds near the northwest coast. As this species has been observed on many deep sea fishing grounds all round Ice- land, the Marine Research Institute in Reykjavík planned a prawn search pro- gram. The first steps of this program were two cruises of the 249 BRT, 800 h.p. r.v. „Hafþór“ off the north coast during 2—9 December 1969 and 5 February—1 March 1970. The fishing gear used during these cruises, a selective trawl of French type (Fig. 1) designed by the author, proved very successful. After some rigging ex- periments the great majority of the prawns was taken in the upper codend whereas most of the small fish were caught in the lower codend (covered with small-meshed net for experimental pur- poses). At some locations trawling was hazardous due to very soft mud. In such cases trawling was carried out success- fully with the lower codend open. A com- mercial 90’ prawn trawl was tried a few times during the December cruise. This gear proved to be unsuitable for the „Hafþór“. Tables I and II give the catch results

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.