Ægir

Árgangur

Ægir - 15.06.1970, Blaðsíða 17

Ægir - 15.06.1970, Blaðsíða 17
ÆGIR 207 I lok skýrslunnar segir svo um veiði- horfur o. fl.: „Sökum hins almenna aflabrests, er varð á síldveiðunum 1968 verður að telja, að veið- arnar hafi ekki haft veruleg áhrif á stofn- stærðina og því megi búast við svipuðu síldar- magni í sumar og var á s.l. ári. Ef miðað er við síldarvertíðina 1968 verður að telja, að veiði- líkumar í sumar og haust verði öðru fremur h.áð fæðuskilyrðum á síldanniðunum. Ólíklegt er, að þau geti orðið verri en þá var. Síldargöngur s.l. ár voru að mestu óbreyttar miðað við 1967. Þar eð ekki er ástæða til að ætla, að neinar verulegar breytingar á ástandi sjávar hafi átt sér stað, síðan í fyrra, verður að telja mestar líkur á, að í sumar eins og í fyrra muni síldin halda sig langt norðaustur í hafi allt til hausts. Niðurstöður og liorfur 1969. Ef tekið er tillit til reynslu undanfarinna ára og þeirrar vitneskju, sem fyrir liggur um síld- arstofnana, má gera ráð fyrir, að síldaraflinn á sumri komanda muni einkum einkennast af eftirfarandi atriðum: f• Norski síldarstofninn mun verða í miklum meiri hluta og vei’ða um eða yfir 99% aflans. 2. Meginhluti aflans mun verða 8, 9 og 10 ára síld. Samkvæmt því er búizt við, að veiðin byggist aðallega á 33,5—36 cm langri síld. 3- Miklar sveiflur á fæðuskilyrðum síldarinn- ar valda því, að erfitt er að spá nákvæmlega um meðalþyngd þessara stærðarflokka. Þó má gera ráð fyrir, að meginhluti síldarinn- ar verði að meðaltali 360—410 g. 4- Stærð síldarstofnsins verður væntanlega svipuð og á s.I. ári og verða veiðilíkur því einkum háðar ástandinu í sjónum svo og fæðuskilyrðum síldarinnar. ö- Gera verður ráð fyrir, að meginhluti síldar- innar haldi sig á fjarlægum miðum fram eftir sumri. Að því er varðar hina tvo síðasttöldu liði wun miklu öruggari vitneskja liggja fyrir við lok fyrsta síldarrannsóknaleiðangursins í júníbyrjun." ^'ðbúnaður annarra síldveiðiþjóöa. Löngu áður en vertíð hófst var ljóst að samkeppnin um markaði svokallaðrar „Is- andssíldar" yrði mjög hörð, ef um ein- v®rja veiði yrði að ræða að ráði. Norðmenn, Finnar og Færeyingar ráð- Serðu að auka sjósöltun sína í Norðurhöf- um verulega frá því sem verið hafði árið áður. Árið 1966 nam heildarsöltun Norðmanna á „Islandssíld" aðeins 15 þús. tunnum. Ár- ið 1967 söltuðu þeir í 62 þús. tunnur og á vertíðinni 1968 komst söltunin upp í rúml. 140 þús. tunnur og voru af því magni um 20 þús tunnur saltaðar í landi í Norður- Noregi. S.l. sumar stefndu Norðmenn að því að auka söltunina upp í 200—250 þús. tunnur. Til þess að örva síldarsöltunina greiddi norska ríkið mjög háar uppbætur á hverja tunnu af saltaðri „Islandssíld". Finnar stefndu að því að framleiða sjálf- ir meginhluta þeirrar saltsíldar, sem finnski markaðurinn þurfti á að halda. Ráðgerðu þeir að senda fleiri skip til norð- urhafsmiða en árið áður, þ. á m. eitt 1500 smál. móðurskip, sem þeir höfðu þá nýlega fest kaup á í Frakklandi. Þá höfðu Færeyingar í hyggju að senda allmörg skip með herpinót á miðin, en s.ölt- un þeirra árið áður var mjög óveruleg. Um viðbúnað Rússa og nokkurra ann- arra síldveiðiþjóða lágu ekki fyrir öruggar upplýsingar. Eins og sjá má af framansögðu, var ljóst áður en vertíð hófst, að ekki þyrfti neina uppgripaveiði til að fylla markaði saltaðr- ar Islandssíldar, en almennt var talið að þessir markaðir, að Sovétríkjunum undan- skildum, gætu tekið við 400—500 þús. tunn- um. Ef tekizt hefði að salta þetta magn um sumarið um borð í íslenzkum, norskum, finnskum og færeyskum skipum, svo og í landi í Norður-Noregi, gat það orðið erfið- leikum bundið að selja verulegt magn af þeirri síld, sem söltuð kynni að verða í landi á Islandi um haustið, ef salan yrði ekki tryggð með fyrirframsamningum. Fyrirframsamningar um sölu Norður- og Austurlandssíldar. Nokkuð erfiðlega gekk að ná samkomu- lagi um fyrirframsölu til Svíþjóðar o. fl. helztu landanna, þar sem Síldarútvegs- nefnd neitaði að semja um svipað sölu- verð og Norðmenn höfðu samið um fyrr

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.