Ægir

Árgangur

Ægir - 15.06.1970, Blaðsíða 22

Ægir - 15.06.1970, Blaðsíða 22
212 ÆGIR síld með fitumagni allt niður í 10% og stykkjatali allt að 900 í tunnu, en það svar- ar til 1100/1150 stk. miðað við hausskorna og slógdregna síld. Áður en samningur þessi var gerður, hafði sjávarútvegsráðherra boðað til sérstaks viðræðufundar, samkvæmt ábend- ingu fiskifræðinga, til að ræða hvort og hvenær veiðibann til verndar sunnlenzka síldarstofninum skyldi hefjast. Komu fram á þeim fundi tillögur um að bannið skyldi hefjast fyrr í ár en árið áður, en þá var síldveiði fyrir Suður- og Vesturlandi bönn- uð frá 1. marz—15. september. Fulltrúar útvegsmanna og skipsstjórnarmanna á fundinum lögðust gegn því að banntíminn hæfist fyrr en um miðjan febrúar, eða þar til loðnan væri væntanleg að ströndinni. Með tilliti til þeirrar afstöðu þessara full- trúa, var ákveðið að veiðibannið skyldi ekki hefjast fyrr en 15. febrúar. Töldu útvegsmenn og sjómenn áríðandi að sölt- un síldar yrði gerð möguleg fram að þeim tíma, og var með hinum sovézka samningi komið til móts við óskir þessara aðila. Vegna aflabrests eftir áramót tókst að- eins að framleiða um 650 tunnur upp í samninginn við Sovétríkin. Samningurinn var, eins og aðrir fyrirframsamningar Síldarútvegsnefndar, gerður með venju- legum fyrirvara um veiði. Vei'öi og söltun. Síldveiðar við Suður- og Vesturland voru ekki leyfðar fyrr en 15. september. Nokkr- ir bátar höfðu þó áður fengið undanþágu til að veiða síld til niðursuðu. Strax eftir að veiðibanninu var aflétt hóf hluti síldveiðiflotans veiðar við suður- ströndina og fékkst allsæmilegur afli í Breiðamerkurdýpi næstu dagana. Þann 28. september fengu allmargir bátar sæmilegan afla norðvestur af Eldey. Ógæftir hindruðu allar veiðar frá 29. sept- ember til 10. október, en þann dag var góður afli suðvestur af Garðskaga og norð- vestur af Surtsey. Næstu tvær vikurnar var sæmilegur afli annað veifið á svæðinu milli Surtseyjar og Garðskaga, en 21. október hófst nýtt ógæftatímabil, sem stóð fram í byrjun nóvember. Fyrrihluta nóvember fór að verða vart við síld suð- vestur af Snæfellsnesi og um miðjan mán- uðinn fékkst allgóður afli á þessu svæði. Flotinn hélt sig mestmegnis á þessu svæði fram að jólum, en fremur illa gekk að ná síldinni sökum þess hve djúpt hún stóð. Er flotinn hóf veiðar eftir jóla- og ný- árshléð, fannst enn nokkur síld á svipuð- um slóðum og fyrir jól, en síldin stóð mjög djúpt og reyndist ógerlegt að ná henni þá fáu daga, sem á sjó gaf. Um miðjan mán- uðinn virtist síldin vera horfin af miðun- um og fannst ekki þrátt fyrir töluverða leit. Síldarskipin hættu þá veiðum, en leit- arskipið Hafþór leitaði fram í janúarlok, en fann hvergi síld. Söltun Suðurlandssíldar skiptist sem hér segir á söltunartímabilið eftir vikum: —20/9 10.305 tunnur 21/9 —27/9 11.232 — 28/9 — 4/10 3.615 — 5/10—11/10 8.609 — 12/10—18/10 20.596 — 19/10—25/10 2.302 — 26/10— 1/11 2.268 — 2/11— 8/11 0 — 9/11—15/11 10.302 — 16/11—22/11 13.902 — 23/11—29/11 5.080 — 30/11— 6/12 8.794 — 7/12—13/12 725 — 14/12—20/12 4.729 — 21/12—27/12 0 — 28/12— 3/1 0 — 4/1 —10/1 746 — 11/1 —17/1 27 — Söltunin á hinum einstöku söltunarstöð- um varð sem hér segir og er þá söltunin í Njarðvík talin með Keflavík. Rif/Hellissandur 844 tunnur Akranes 13.293 — Reykjavík 16.380 — Hafnarf jörður 6.173 — Keflavík 15.796 — Garður 2.517 — Sandgerði 6.654 — Grindavík 10.421 —

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.