Ægir

Árgangur

Ægir - 15.06.1970, Blaðsíða 21

Ægir - 15.06.1970, Blaðsíða 21
ÆGIR 211 Útflutningur Hjaltlandssíldar skiptist sem hér segir eftir markaðslöndum: Svíþjóð ........... 30.991 tunnur Finnland ........... 8.067 — Sovétríkin ........ 16.304 — Bandaríkin ........... 190 —- Samtals 55.552 tunnur Hl. SuAnrlniidssíIdin. Undirbúningur vertíðar og sala síldarinnar. Vegna hins óvissa ástands á saltsíldar- ttiörkuðunum um haustið var ákveðið að selja ekki nema hluta af Suðurlandssíld- inni með fyrirframsamningum, enda benti niargt til þess að svo gæti farið, að verð á saltsíld myndi fara hækkandi, er líða tæki á haustið, einkum á stærri stærðarflokk- nnum. Var því aðeins samið um fyrirfram- sölu á smárri heilsaltaðri síld og nokkru ^iagni af kryddsíld, einkum smárri krydd- síld. Náðist allmiklu hærra verð fyrir þessa síld en almennt markaðsverð var á þeim tíma. Enda þótt líkur væru á því, að verðlag færi hækkandi síðar, var það þó engan veginn öruggt. Fiskifræðingar og fleiri aðilar gerðu sér, eins og áður er sagt, vonir um að Norður- og Austurlandssíldin, sem dreifð var um stórt hafsvæði, kynni að safnast saman í torfur austur af land- ’nu síðla haust eða fyrri hluta vetrar. Ef svo hefði farið og eitthvert magn verið saltað að ráði af þeirri síld, hefði afleið- ingin orðið mikið verðfall á Suðurlands- síldinni, enda var meginhluti Suðurlands- síldar mjög smá síld. í lok nóvember var mikið af Suðurlands- síldinni óselt og fóru þá fram í Kaup- ’nannahöfn viðræður milli fulltrúa frá Síldarútvegsnefnd og samtaka sænskra síldarinnflytjenda. Samkomulag tókst ekki, þar sem Svíar vildu ekki fallast á að greiða það verð fyrir síldina, sem Síldarútvegs- nefnd gat sætt sig við, enda var mjög mikil verðhækkun nauðsynleg til að standa andir hinu háa fersksíldarverði, sem tók S’ilúi þann 16. nóvember. Lokaboð Svía á Kaupmannahafnarfundinum nam aðeins um % af því verði, sem Síldarútvegsnefnd gat lægst sætt sig við. Það olli miklum erfiðleikum í sambandi við sölu Suðurlandssíldarinnar hve smá hún var, en um 80—85% af því, sem var saltað, var síld af stærðunum 500-1100 stk. í tunnu, miðað við hausskorna og slóg- dregna síld, og var hér að mestu um mun smærri síld að ræða en Svíar höfðu feng- ið til söltunar í Svíþjóð og nokkrum öðrum löndum. Aftur á móti reyndist auðvelt að selja stærri síldina, en hún nam því miður aðeins um 15—20% af framleiðslunni. Svo til ekkert veiddist sunnanlands af síld af venjulegum Norðurlandssíldar- stærðum. Eftir að slitnað hafði upp úr viðræðum við samtök sænskra síldarkaupenda, héldu viðræður áfram við kaupendur í mörgum löndum með þeim árangri að sala tókst á allri síld, sem framleidd var fram að ára- mótum, og var í öllum hinum nýju samn- ingum gert ráð fyrir mikilli verðhækkun frá því, sem um var samið í fyrirfram- samningum fyrr um haustið. Þá var einnig samið um sölu á nokkru magni af flakaðri Suðurlandssíld með roði, en afgreiðsla á flökum er nokkrum erfið- leikum bundin, þar sem ekki má líða nema mjög takmarkaður tími frá því að flökun- in er framkvæmd og þar til varan kemur á markaðinn. Um áramót var áætlað að saltað hefði verið í alla gerða samninga og söluhorfui’ fóru þá versnandi vegna minnkandi fitu- magns í síldinni, auk þess sem meiri síld hafði borizt á markaðina en búizt hafði verið við og að verulegu leyti stærri síld en Islendingar gátu boðið. Rtissar höfðu allt haustið verið ófáan- legir til að greiða það verð fyrir Suður- landssíld, sem talið var viðunandi, en hinn 3. janúar tókust fyrirframsamningar við þá um sölu á 30.000 tunnum af heilsaltaðri vetrarsíld, framleiddri eftir áramót, enda hófst þá nýtt verðlagstímabil á fersksíld. Samkvæmt þeim samningi mátti afgreiða

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.