Ægir - 15.06.1970, Blaðsíða 25
ÆGIR
215
síld í helztu markaðslöndunum. Lögðu því
margar þjóðir mikið kapp á söltun síldar
°g nýir framleiðendur bættust í hópinn.
Skortur á stórri Norður- og Austurlands-
síld og hækkað verð á saltsíld hefur þó víða
dregið úr neyzlu og gengur nú t. d. erfið-
lega að selja hið alltof mikla magn, sem
borizt hefur af smárri síld á markaði Is-
landssíldar.
I dag ríkir því mikil óvissa í framleiðsiu-
og sölumálum saltsíldar eins og svo oft
áður. Ekki er við því að búast að nein
síldveiðiskip verði send til miðanna í norð-
urhöfum, nema síldarleitarskip finni þar
sjld í veiðanlegu ástandi. Aftur á móti
virðist töluverður áhugi fyrir því að salta
síld um borð í veiðiskipum við Hjaltland
áður en Suðurlandssíldarvertíð hefst. Sjó-
menn og útgerðarmenn telja þó vafasamt
að unnt verði að koma því við að hausskera
°g slógdraga síldina á miðunum og leggja
mikla áherzlu á að fyrirframsala verði
tryggð á heilsaltaðri síld. Telja verður þó
Vafasamt að heilsalta síld að sumrinu þeg-
ar síldin er viðkvæm og oft átufull og verð-
Ur því að teljast ráðlegra, þótt það kosti
meiri fyrirhöfn, að hausskera og slógdraga
sddina jafnóðum og aflinn er tekinn um
borð. Þá ber og að varast að taka til sölt-
l'nar hrygnandi eða nýhrygnda síld.
Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins mun
í vor, samkvæmt tilmælum Síldarútvegs-
nefndar, halda námskeið í verkun og með-
ferð saltsíldar og er þess vænzt að nám-
skeið þetta verði sótt af öllum þeim, sem
stjórna eiga söltun um borð í veiðiskipum
í sumar og ekki hafa þegar næga reynslu
og þekkingu á síldarsöltun.
Eins og fyrr er sagt ríkir mikil óvissa í
framleiðslu- og sölumálum saltsíldar. Allt
getur gerzt þar sem síldin á í hlut. Þrátt
fyrir algjöran aflabrest á miðum Norður-
og Austurlandssíldar s.l. ár, var þó söltuð
síld ein af stærstu útflutningsgreinum
landsmanna. Vonir standa til þess að salt-
síldarframleiðslan í ár verði sízt minni.
Reykjavík í aqrríl 1970.
allir sjómenn, eldri og yngri, þurfa að eignast bókina
EMSk LESTRARBÓK handa sjjómönnum
Þar er að finna ensk heiti á öllum hlutum á skipi og í dokk.
Auk þess er bókin góður leiðarvísir fyrir sjómenn
í erlendum höfnum.
BÓKAVERZLUN ÍSAFOLDAR.
rit Fiskifélags íslands. Kemur út hálfsmánaðarlega. Árgangurinn er
kringum 450 síður og kostar 250 kr. Gjalddagi er 1. júlí. Afgreiðslu-
sími er 10501. Pósthólf 20. Ritstjóri Már Elísson. Prentað í Isafold.
ÆQIR