Ægir - 15.06.1970, Blaðsíða 18
208
ÆGIR
um vorið. Gætti nokkurs óróleika hjá sum-
um íslenzkum aðilum vegna þessarar af-
stöðu Síldarútvegsnefndar, og sænsk blöð
deildu mjög á Islendinga fyrir afstöðu
þeirra. Fyrirframsamningar tókust þó að
lokum við öll helztu markaðslöndin og var
samið um verulega hækkun á söluverði.
Samtals voru gerðir samningar um fyr-
irframsölu á 382.038 tunnum og skiptist
samningsmagnið sem hér segir eftir mark-
aðslöndum:
Svíþjóð ............ 192.450 tnr.
Finnland .............. 48.175 —
Danmörk ............... 23.700 —
V.-Þýzkaland .......... 11.000 —
Sovétríkin ............ 70.000 —
Bandaríkin ............ 36.713 —
Samtals 382.038 tnr.
Með samningi þeim, sem gerður var við
Sovétríkin þann 30. maí, var tryggð sala
á verulegu magni af snemmveiddri síld með
lægra fitumagni en áður hafði tekizt að
selja af Norður- og Austurlandssíld, en
útgerðarmenn og sjómenn lögðu — eins og
áður er sagt — mjög mikla áherzlu á að
reynt yrði að ná slíkum samningum. Einnig
tókust fyrirframsamningar um sölu á tak-
mörkuðu magni af slíkri síld til Finnlands.
Hinn algjöri aflabrestur í norðurhöfum
um sumarið og haustið leiddi til þess, að
markaðsverð á saltsíld fór hækkandi. Enda
þótt menn gerðust vondaufari um það, er
líða tók á haustið, að leifar síldarstofnsins
kynnu að safnast saman í torfur austur
af landinu síðar um haustið eða fyrrihluta
vetrar, var þessi möguleiki þó fyrir hendi,
og fór Síldarútvegsnefnd því þess á leit
við helztu kaupendur Norðurlandssíldar,
að söluverðið skyldi tekið til endurskoð-
unar vegna hins breytta markaðsástands.
Tókst samkomulag við flesta kaupendur
um stórfellda hækkun á samningsverði
og hefði það samkomulag haft geysilega
þýðingu, ef einhver Norðurlandssíld hefði
veiðzt eftir þann tíma.
Göngur síldarinnar 1969.
Að beiðni Síldarútvegsnefndar tók Jakob
Jakobsson, fiskifræðingur saman eftirfar-
andi yfirlit um göngur síldarinnar 1969
og síldarleit á Norður- og Austurlands-
miðum:
„Hinir svokölluðu vorleiðangrar hófust í maí-
byrjun og var farið alls í þrjá leiðangra aust-
ur og norðaustur í haf í maí og júní, ýmist á
rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni eða Haf-
þór. Hinn 24. maí fannst fyrsta síldargangan
á sumrinu 200 sjm. NV af Lófót. Bæði síldar-
leitarskipin höfðu áður kannað hafsvæðin úti af
Austur- og Norðausturlandi, en síldar varð
þar ekki vart. Hins vegar fundust þá stórar
kolmunnatorfur um 100—150 sjm. úti af sunn-
anverðum Austfjörðum. I júnímánuði virtist
síldargangan úti af Lófót þokast jafnt og
þétt norður á bóginn og um miðjan júní var
hún komin norður á móts við Bjarnarey. Enda
þótt íslenzk, norsk og sovézk rannsóknaskip
fylgdust rækilega með síldinni, varð afli lítill
sem enginn. Hvorttveggja var að síldin hélt sig
lengst af á miklu dýpi og svo hitt, að ekki virt-
ist um verulegt magn að ræða. Þá voru bæði
loðnu- og kolmunnatorfur með síldinni, er gerðu
sjómönnum erfitt um vik við veiðarnar. Síðari
hluta júlí og fyrri hluta ágúst telja sovézkir
síldarleitarmenn, að enn hafi fundizt síldar-
torfur á miklu dýpi vestur af Svalbarða, en
síðan má heita, að síldartorfur hafi ekki fund-
izt á hafsvæðinu milli Islands, Noregs, Jan
Mayen og Svalbarða. Gífurleg síldarleit var þó
gerð allt sumarið bæði á íslenzkum, norskum_,
færeyskum og sovézkum síldarleitarskipum. í
september varð þó mjög dreifðrar síldar vai't
allt frá Svalbarða og þaðan um 100 sjóm. SV
fyrir Jan Mayen. Fengum við á Árna Frið-
rikssyni þá nokkrar síldar í reknet víðs vegar a
þessu hafsvæði og höfðu sovézkir starfsbræður
okkar sömu sögu að segja. Enn voru farnir
leitarleiðangrar í austurdjúp í október, nóv-
ember og desember, en án jákvæðs árangurs."
Aflabresturinn og þátttakan í veiðunum.
Fyrsta íslenzka skipið — m/s Seley frá
Eskifirði — hélt til miðanna 8. júní. Næstu
daga sigldu fleiri skip til viðbótar á sömu
mið, en þar sem svo til engin síld fannst i
veiðanlegu ástandi biðu allmörg skip átekta
í heimahöfnum tilbúin til brottfarar, ef
sæmilegar fréttir bærust af síld.
Vegna hins algjöra aflabrests á norðui'-
slóðum, fór ekki nema 21 íslenzkt skip til
miðanna þar. Heildarsöltunin varð aðeins