Ægir

Árgangur

Ægir - 15.06.1970, Blaðsíða 24

Ægir - 15.06.1970, Blaðsíða 24
214 ÆGIR Otflutningur skiptist sem hér segir eftir markaðslöndum: Svíþjóð 36.010 tunnur Finnland .... 19.519 — Danmörk .... 730 — V-Þýzkaland . . 6.124 — Pólland 21.815 — Bandaríkin .. . 7.745 — Sovétríkin .... 539 — Samtals 92.482 tunnur Söltunar- og markaðshorfur. Svo sem kunnugt er hefir norsk-íslenzki síldarstofninn farið ört minnkandi síðustu árin og er einkum tvennu um kennt: smá- síldarveiðum Norðmanna og of mikilli veiði á fullvaxinni síld. Er því vart að bú- ast við nokkurri veiði að ráði af Norður- og Austurlandssíld næstu árin. Þó er rétt að geta þess sérstaklega, að ekki þarf neina uppgripaveiði til þess að framleiða það magn af saltaðri síld, sem markaðirnir geta tekið við. Norðmenn veiddu t. d. 215 þús. hl. af stórri síld af norsk-íslenzka stofninum á nokkrum vikum í vetur en það magn nægir til þess að framleiða um 140 þús. tunnur af saltaðri hausskorinni og slógdreginni síld. Er því ekki rétt að útiloka með öllu, að um töluverða söltun Norður- og Austurlands- síldar gæti orðið að ræða á komandi sumri eða hausti, þótt líkur á því séu ekki miklar. Á fundi „síldarnefndar" Norðaustur- Atlantzhafsfiskveiðiráðsins, sem haldinn var í Moskva dagana 12. og 13. febrúar s.l. var gert samkomulag um eftirfarandi til- lögur um verndun norsk-íslenzka síldar- stofnsins, sem lagðar verða fram á næsta fundi fiskveiðiráðsins, sem haldinn verð- ur í London í maí n. k.: 1) Bannað verði áð veiða smásíld minni en 25 cm. Þó verði veittar undanþágnr frá þessu þanni, er heimili takmarkaðar smásíldarveiðar til manneldis, einkum niðursuðu, svo og til beitu- öflunar. Gert er ráð fyrir að slíkt bann við veiði smásíldar taki gildi eigi síðar en 1. jan. n. k. 2) Hinar þrjár lielztu síldveiðiþjóðir í norður- höfum, þ. e. íslendingar, Norðmenn og Rússar, geri með sér samning eigi síðar en í haust, þar sem ákvæði verði sett um hámarksafla stór- síldar og skiptingu hans milli þjóðanna. Er lagt til að slík ákvæði um hámarksafla taki glldi um næstu áramót. Um s.l. áramót settu Rússar nýja reglu- gerð um takmörkun síldveiða í norðurhöf- um. Samkvæmt þessarj reglugerð er sovézk- um skipum ekki heimilt að veiða smásíld minni en 25 cm. og veiði stærri síldar á þessu ári er takmörkuð við 25 tilrauna- skip, sem einungis er leyft að nota reknet í því skyni að fylgjast með breytingum, er verða kunna á síldarstofninum. Aftur á móti virðast Norðmenn vera tregari til að fallast á friðunaraðgerðir. Þeir hafa til þessa ekki fallizt á að ganga lengra í þessu efni en að banna veiði smá- síldar minni en 20 cm. við Norður-Noreg og 22 cm. við vesturströnd Noregs frá 1- maí n. k. Fiskifræðingar eru yfirleitt þeirrar skoðunar að síldarstofnunum í Norðursjó sé einnig hætta búin af ofveiði. Búizt er við að á komandi sumri og hausti muni mikill skipafloti veiða þar síld til söltunar. svo og á veiðislóðunum við norðvestur- strönd Skotlands og við Irland, en söltun síldar jókst stórlega á þessu svæði s.l. sum- ar og haust. Þá er og gert ráð fyrir auk- inni söltun síldar við austurströnd Banda- ríkjanna og Kanada en á þessum slóðum veiðist töluvert af mjög stórri síld. Kanad- ísk stjórnarvöld hafa hafið sérstaka her- ferð til að auka síldarsöltun og útflutning saltsíldar og telja margir, að á komandi vertíðum geti Kanadamenn orðið enn skæðari keppinautar en á s.l. vertíð. Um íslenzku síldarstofnana, þ. e. sunn- lenzku vor- og sumargotssíldina, er það að segja, að svo virðist sem veiðibannið á smá- síld sé þegar farið að bera árangur eins og reynsla síðastliðinnar vertíðar sýndi. Eru því margir þeirrar skoðunar, að veruleg aukning geti orðið á söltun Suðurlands- síldar á komandi hausti. Eftir veiðibrestinn í norðurhöfum á s.l- sumri varð á tímabili allmikill skortur a

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.