Ægir

Árgangur

Ægir - 15.06.1970, Blaðsíða 23

Ægir - 15.06.1970, Blaðsíða 23
ÆGIR 213 Þorlákshöfn 1.550 — lrestmannaeyjar 4.077 — Djúpivogur 6.491 — Breiðdalsvík 657 — Stöðvarfjörður 2.487 — Fáskrúðsfjörður 2.746 — Reyðarfjörðui- 1.472 — Eskifjörður 5.841 — Neskaupstaður 2.098 — Mjóifjörður 161 — Seyðisfjörður 1.625 — Vopnafjörður 446 — Húsavík 1.358 — Dalvík 145 — Samtals 103.232 tunnur Fimm hæstu söltunarstöðvar voru: Arnarey h.f., Djúpavog-i 6491 tunnur Har. Böðvarsson & Co., Akranesi 6176 — Arnarvík h.f., Grindavík 5700 — Þórður Óskarsson h.f., Akranesi 5579 — ísbjörnin h.f., Reykjavík 3354 — Fersksíldarveröið. Verðlagsráð sjávarútvegsins ákvað þann 19- september, að lágmarksverð á fersk- síld til söltunar skyldi vera kr. 4,75 pr. kg. tímabilið frá og með 16. september til og með 15. nóvember. Vegna mikillar hækkunar á markaðs.- verði, er líða tók á haustið, var lágmarks- íersksíldarverð suðvestanlands stórhækk- að frá og með 16. nóvember eða í kr. 13,00 P1'- kg. og gilti það verð til áramóta. Hið nýja verð var tilkynnt þ. 13. nóvember og 111 un almennt hafa verið greitt frá 12. nóv- ember. Lágmarksverð fersksíldar til söltunar f>’á áramótum til vertíðarloka var ákveð- ið kr. 8,50 pr. kg. Framangreint verð gefur ekki rétta hug- niynd um hið raunverulega lágmarksverð, Sem söltunarstöðvarnar urðu að greiða, bar sem hér er einungis um skiptaverðið að rseða. Ler því hér á eftir yfirlit yfir lágmarks- verð Suðurlandssíldar á vertíðinni að með- töldu 37% gjaldi því, sem móttökustöðv- arnar urðu að greiða til Stofnfjársjóðs 1 iskiskipa og vegna hlutdeildar í útgerðar- kostnaði. (Frá 1. janúar 1970 voru gjöld þessi 29%.) Tímabilið Tímabilið Tímabilið 16/9-15/11 Síld til 16/11-31/12 1/1-28/2 söltunar Síld til frystingar 6.51(4.75) 17.81(13.00) 10.97(8.50) „stórsíld* 5.14(3.75) ekki ákv. ekki ákv. „önnur síld“ Síld til 3.74(2.73) ekki ákv. ekki ákv. beitu, fryst Síld til — 6.51(4.75) 6.13(4.75) niðursuðu Síld til 5.14(3.75) ekki ákv. 6.13(4.75) bræðslu 2.40(1.75) 2.40(1.75) 2.26(1.75) Til viðbótar við framangreind fersk- síldarverð koma svo útflutningsgjöldin, sem renna að mestu til mldveiðiskipanna. Saltsíldin er enn í hæsta útflutningsgjalda- flokki og nema útflutningsgjöldin 10,6% af brúttóverðmæti f. o. b. og leggst gjaldið einnig á umbúðirnar. Samanburður sá, sem oft er gerður á fersksíldarverði hér og erlendis er því mj ög villandi, þar sem aðeins er borið saman skiptaverðið hér og brúttósöluverðið er- lendis. Flökun Suöurlandssíldar og niöurlagning. Allmikil áherzla var lögð á að selja flakaða Suðurlandssíld fyrir þær söltunar- stöðvar, sem aðstöðu og áhuga höfðu til að flaka. Voru samningar gerðir við 8 sænsk síldarfyrirtæki um sölu á um 4500 tunn- um af flökum og störfuðu 9 söltunarstöðv- ar að þessari flökun. Um 7500 tunnur voru teknar til flökunarinnar. Til niðurlagningar hjá Síldarniðursuðu- verksmiðju ríkisins var ráðstafað um 5300 tunnum og áætlað er, að 500—1000 tunnur hafa verið lagðar niður í neytendaumbúðir hjá ýmsum öðrum aðilum, bæði fyrir inn- lendan og erlendan markað. Yfirtaka og útflutningur. Yfirtaka og útflutningur Suðurlands- síldar gekk vel og var mestum hluta fram- leiðslunnar afskipað fyrir febrúarlok.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.